Stöðuskýrsla safnaráðs um stafræna miðlun safna í menntunarlegum tilgangi

Í takt við tímann? Stafræn miðlun safna í menntunarlegum tilgangi Nú er komin út stöðuskýrsla safnaráðs, „Í takt við tímann? Stafræn miðlun safna í menntunarlegum tilgangi“ Síðustu mánuði hefur sérfræðihópur á vegum safnaráðs unnið að sérverkefni safnaráðs um menntunarhlutverk safna með áherslu á stafræna miðlun safna og hvernig stafræn miðlun nýtist í fræðslu, en hlutverk …

Lesa meira

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs á árinu 2019

Aðalúthlutun safnasjóðs 2019 Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2018 Í aðalúthlutun safnasjóðs eru veittir bæði verkefnastyrkir og rekstrarstyrkir úr safnasjóði, upphæð og fjöldi veittra styrkja ræðst af ráðstöfunarfé sjóðsins auk fjölda og gæðum umsókna. Viðurkennd söfn geta sótt um styrki úr safnasjóði, einnig er sjóðnum er heimilt að styrkja aðra starfsemi til að …

Lesa meira

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um símenntunarstyrki til viðurkenndra safna

Símenntunarstyrkir fyrir viðurkennd söfn Nú er opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2018. Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um verkefnastyrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Tvenns konar styrkir eru í boði, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar og Námskeið/fyrirlesarar hins vegar. Hvert …

Lesa meira

Umsókn um viðurkenningu safns samkvæmt safnalögum

Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2019 rennur út, er 31. ágúst 2018. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni úthlutun úr safnasjóði 2019. Athygli er vakin á því að …

Lesa meira

Listasafn Árnesinga hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2018

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti Listasafni Árnesinga Íslensku safnaverðlaunin 2018 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, þriðjudaginn 5. júní kl.16. Íslensku safnaverðlaunin er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Þrjú söfn voru tilnefnd, en ásamt Listasafni Árnesinga voru Grasagarðurinn í Reykjavík og Þjóðminjasafn Íslands fyrir nýtt varðveislu- og rannsóknasetur sitt tilnefnd til safnaverðlaunanna 2018. Íslandsdeild …

Lesa meira

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2018

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum. Söfn um allan heim skipuleggja dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert öll árin síðan 1977. Á ári hverju velur …

Lesa meira

Úthlutunarboð safnaráðs 2018

Úthlutunarboð safnaráðs Í tilefni aðalúthlutunar safnasjóðs 2018 sem var tilkynnt í mars síðastliðnum býður safnaráð til fagnaðar með safnmönnum mánudaginn 23. apríl kl. 17.00 – 19.00 í Listasafni Íslands. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp Styrkþegar fimm hæstu verkefnastyrkjanna munu kynna verkefni sín Byggðasafnið í Görðum – Ný grunnsýning Byggðasafnsins í Görðum – Fasi …

Lesa meira

Ársskýrsla safnaráðs 2017 komin út

Ársskýrsla safnaráðs árið 2017 er komin út og er nú aðgengileg á vef ráðsins. Skýrslan var samþykkt á 171. fundi ráðsins 22. mars síðastliðinn. Í skýrslunni er farið yfir starfsemi safnaráðs árið 2017 og í viðaukum má finna yfirlit yfir úthlutun úr safnasjóði það ár. Í viðaukum er einnig samantekt á rekstri viðurkenndra safna árið 2016. …

Lesa meira

Úthlutunarferli fyrir aðalúthlutun úr safnasjóði árið 2019 verður flýtt

Safnaráð samþykkti á 170. safnaráðsfundi sínum að flýta ferli fyrir aðalúthlutun úr safnasjóði frá og með aðalúthlutun 2019. Hafa viðurkennd söfn kallað eftir því að úthlutunarferli verði flýtt svo að hægt sé að nýta allt styrkárið til vinnu að verkefnum og til nýtingar rekstrarstyrkja. Má geta þess að þetta annað árið í röð sem safnaráð …

Lesa meira