Safnasjóður hækkar um rúmar 100 milljónir á milli ára

Safnaráð fagnar því að í fjárlögum fyrir árið 2020 kemur fram að fjárveiting til safnasjóðs er aukin um rúmar 100 milljónir króna, í 250,3 millj.kr. fyrir árið 2020, 245,5 millj.kr. árið 2021 og 240,6 millj.kr. árið 2022. Þessi aukna fjárveiting mun auka möguleika safnasjóðs til að styðja við faglegt safnastarf í landinu.

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum fyrir aðalúthlutun safnasjóðs 2020

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir úr aðalúthlutun safnasjóðs 2020. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 föstudaginn 13. desember 2019. Frá og með aðalúthlutun safnasjóðs 2020 verður sú breyting á að úthlutun úr sjóðnum er óskipt. Fallið er frá notkun hugtakanna „rekstrar- og verkefnastyrkir“ og þess í stað verða veittir styrkir úr safnasjóði í ákveðnum flokkum. Styrkir …

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum úr aukaúthlutun safnasjóðs 2019

Nú er opið fyrir umsóknir úr aukaúthlutun safnasjóðs 2019, umsóknarfrestur er framlengdur til kl. 16.00 mánudaginn 25. nóvember 2019. Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Tveir flokkar styrkja eru í boði, …

Árleg skýrsla viðurkenndra safna 2019 – opið fyrir skil

Safnaráði er samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum er þríþætt og er einn hluti þess er eftirlit með rekstri safns og er það gert með yfirferð safnaráðs á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2019 er varðar rekstrarárið …

Skrifstofa safnaráðs lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa safnaráðs er lokuð vegna sumarleyfa 15. júlí – 7. ágúst. Hægt er að ná í Þóru Björk Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra í síma 820-5450 ef erindið er brýnt.

Úthlutunarboð safnaráðs 2019

Safnaráð býður til Úthlutunarboðs 2019 í tilefni af aðalúthlutun úr safnasjóði 2019, mánudaginn 29. apríl kl. 16.30 – 18.00 í Listasafni Íslands. Er boðið haldið í kjölfar sameiginlegs vorfundar höfuðsafnanna, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands. Styrkþegar verkefnastyrkja úr safnasjóði 2019 fá afhent viðurkenningarskjöl og boðið verður upp á léttar veitingar. Tengill á Facebook-viðburð …

Aðalúthlutun safnasjóðs 2019

Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutað að fenginni umsögn safnaráðs alls 113.850.000 kr. úr safnasjóði. Úr aðalúthlutun safnasjóðs 2019 voru veittar alls 113.850.000 krónur, þar af voru veittir 85 verkefnastyrkir alls 84.250.000 kr, auk þess sem 29.600.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 37 viðurkenndra safna. Alls bárust 142 verkefnaumsóknir og veittir styrkir voru á bilinu frá …

Vegna nýtingarskýrslna verkefnastyrkja úr safnasjóði 2018

Á  178. safnaráðsfundi var samþykkt ný útgáfa af nýtingarskýrslum verkefnastyrkja sem tekur gildi frá og með styrkveitingum 2018. Frá og með styrkárinu 2018 munu styrkþegar verkefnastyrkja skila áfangaskýrslu til safnaráðs vegna þeirra styrkja sem eru hærri en 1.500.000 kr. Þeirri skýrslu skal skila í byrjun næsta árs á eftir styrkárinu. Allir styrkþegar eiga að skila …