Öllum takmörkunum aflétt á landinu

Frá og með deginum í dag, föstudeginum 25. febrúar, er öllum takmörkunum vegna sóttvarna aflétt í landinu. Þetta þýðir m.a. að í söfnum eru hvorki fjöldatakmarkanir lengur í söfnum, né grímuskylda. Áfram er hvatt til góðra sóttvarna, að yfirborðsfletir séu þrifnir reglulega og að handsótthreinsir sé við innganga.

Lesa meira

Ný reglugerð tekur gildi 12. febrúar

Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi 12. febrúar. Í söfnum gilda eftirfarandi takmarkanir Almennar fjöldatakmarkanir eru 200 manns í hverju hólfi. Athugið að safnaráð fékk undanþágu frá reglugerð nr. 177/2022 frá heilbrigðisráðuneytinu dagsetta 11. febrúar fyrir hönd safna á landinu, þannig að fyrri hámarkstakmarkanir gilda, 500 manns  með ákveðnum skilyrðum. Fyrir hverja 10 …

Lesa meira