Hertar aðgerðir frá hádegi 31. júlí – 100 manna hámark og 2ja metra reglan tekin upp á ný

Upplýsingar til safna og gesta þeirra vegna hertra aðgerða Á hádegi þann 31. júlí næstkomandi taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt. Hertar aðgerðir fela meðal annars í sér: Takmörkun á fjölda …

Lesa meira

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2020 – flýtt úthlutun vegna COVID-19

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Bárust alls 37 umsóknir að heildarupphæð 61.195.000 kr. Allar umsóknir hljóta styrk og er heildarstyrkveiting 40.124.000 kr. …

Lesa meira