Athugið – Nú er lokað fyrir umsóknir í safnasjóð
Opnað verður næst fyrir umsóknir í sjóðinn haustið 2019

Aukaúthlutun safnasjóðs

Í aukaúthlutun safnasjóðs að hausti geta viðurkennd söfn söfn sótt um verkefnastyrki tileinkaða símenntun (símenntunarstyrki). Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar.

  • Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sótt um einn verkefnastyrk af tegundinni símenntunarstyrkur fyrir starfsmenn safns
  • Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sótt um einn verkefnastyrk af tegundinni námskeið/fyrirlesarar
  • Hver styrkur verður að hámarki 300.000 krónur
  • Nýta má styrki innanlands jafnt sem erlendis
  • Símenntunarstyrk fyrir starfsmenn safns má nota til að sækja formlega menntun (til dæmis með skipulögðum námskeiðum) eða til óformlegri námsferða, svo sem heimsókn á söfn hérlendis sem erlendis, eða sem ferða- og uppihaldsstyrk til starfsmannaskipta safna
  • Námskeið/fyrirlesarar er hugsuð sem styrkveiting til námskeiðshalds eða fyrirlestra innanlands sem gæti nýst stærri hóp safnamanna
  • Önnur nýting styrkja er einnig möguleg

Auglýst er eftir umsóknum að hausti, áformað er að úthlutun úr sjóðnum verði í desember og að nýta verði styrkinn fyrir lok desember næsta árs.

Athugið að ef símenntunarstyrkur fæst þarf að skila til safnaráðs skýrslu um nýtingu styrksins ásamt staðfestingu um að styrkurinn hafi verið nýttur í símenntun.

Nánari upplýsingar munu fást í verklagsreglum safnasjóðs.

Skýrslum um nýtingu styrks er skilað á umsóknavef safnaráðs