Undirbúningsvinna við stefnumörkun safnaráðs og höfuðsafnanna var unnin á árunum 2013–2015. Starfshópur vann að drögum að stefnumótun safnaráðs og höfuðsafnanna en samkvæmt safnalögum er það hlutverk safnaráðs að vinna að stefnumörkun um safnastarf í samvinnu við höfuðsöfn,  sem send er ráðherra til samþykktar. Í starfshópnum voru Anna Lísa Rúnarsdóttir frá Þjóðminjasafni Íslands, Rakel Pétursdóttir frá Listasafni Íslands, Sigurjón Baldur Hafsteinsson frá námsbraut í safnafræði við Háskóla Íslands, og Haraldur Þór Egilsson, fulltrúi safnaráðs, sem jafnframt var formaður hópsins. Starfsmaður hópsins var framkvæmdastjóri safnaráðs. Hópurinn hafði samráð við safnmenn víða um land og aðra hagsmunaaðila um áherslur stefnunnar. Í leit sinni að innblæstri skoðaði starfshópurinn skýrslur og stefnumótun fjölmargra aðila og hér á síðunni má finna tengla á hluta efnisins. Hópurinn skilaði tillögum til safnaráðs í apríl 2014 og síðan var unnið áfram með þær innan safnaráðs og í samstarfi við höfuðsöfnin. Tillaga að stefnumótun safnaráðs var samþykkt í september 2015 og send mennta- og menningarmálaráðuneytinu til skoðunar.

Höfuðsöfnin vinna nú að stefnumörkun hvert á sínu sérsviði, sem safnaráð kemur einnig að.

Þjóminjasafn Íslands hefur unnið Safnastefnu á sviði menningarminja og kom hún út árið 2017. Er það þriðja útgáfa safnastefnu á sviði menningarminja sem kemur út á vegum safnsins.

Lesefni varðandi stefnumörkun á sviði safnastarf: