2019 – 2020

Eitt af meginhlutverkum safnaráðs samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 er stefnumörkun um safnastarf sem skal unnin í samstarfi við höfuðsöfnin.

Í upphafi árs 2019 var settur á laggirnar stýrihópur til að fara yfir stefnumörkunina.
Í stýrihópnum eru:

  • Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands
  • Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV og fulltrúi í safnaráði
  • Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands
  • Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður
  • Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs

Safnaráð og höfuðsöfnin hafa unnið að stefnumörkuninni undir stjórn ráðgjafarfyrirtækisins Sjá sem hefur haft umsjón með verkþáttum stefnumörkunarinnar f.h. safnaráðs og í góðu samstarfi við fagaðila í safnastarfi. Haldnir voru fjölmargir rýnifundir með helstu hagaðilum og spurningakönnun send út.

Stefnumörkun um safnastarf var tilbúin í desember 2020 og send ráðherra til samþykktar.