Um Öndvegisstyrki

Öndvegisstyrkir eru  flokkur styrkja sem úthlutað er til 2-3 ára með fyrirvara um fjármögnun sjóðsins. Einungis viðurkennd söfn geta sótt um Öndvegisstyrki úr safnasjóði.

  • Ekki er sjálfkrafa gerð tillaga um styrk til allra umsækjenda sem uppfylla skilyrði laga um viðurkennd söfn heldur munu upphæðir og fjöldi styrkja ráðast af ráðstöfunarfé sjóðsins og fjölda og gæðum umsókna.
  • Öndvegisstyrkur er styrkur til 2-3 ára.
  • Hægt er að sækja um allt að 10-15 milljónir króna sem dreift er yfir styrktímann.
  • Öll viðurkennd söfn geta sótt um Öndvegisstyrki.
  • Gerðar eru kröfur um greinargóðar og vel undirbúnar umsóknir.
  • Krafa er um framlag umsækjanda.
  • Krafa er um staðfestingu á öðrum styrktaraðilum og í hverju styrkur þeirra felst (fjárframlag, vinnuframlag og til hvaða hluti verkefnis styrkurinn rennur).
  • Krafa er um að safnasjóðs sé getið sem styrktaraðila.
  • Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.

Fylgiskjöl með umsókn um Öndvegisstyrk

  • Ítarleg og vönduð fjárhagsáætlun.
  • Nákvæm tímaáætlun verkefnis.
  • Staðfesting á öðrum styrktaraðilum.
  • Staðfesting á samstarfsaðilum.

Mat á umsóknum

  • Við mat á umsóknum um Öndvegisstyrki er farið eftir reglum um verkefnastyrki eins og fram koma í safnalögum nr. 141/2011 og úthlutunarreglum safnasjóðs nr. 551/2016.
  • Safnaráð áskilur sér rétt að fá utanaðkomandi matsmenn vegna umsókna ef þörf krefur.

Umsóknir sem falla undir flokk b. Skráning

Samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 er safnaráði falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Einn hluti eftirlitsins er Eftirlit með skráningu gripa og aðgengi að safnkosti og sýningum og mun það eftirlit hefjast með eftirfylgni og símati á þeim styrkjum sem fást til skráningar úr safnasjóði 2020.

Til að skráningarumsóknir uppfylli kröfur eftirlitsins þurfa eftirfarandi atriði að koma fram í umsókn:

  • Upplýsingar um að skráningaraðili hafi kunnáttu í skráningu.
    Dæmi: Ef skráð er í Sarp, þá þarf skráningaraðili að hafa setið vinnustofu/námskeið í kerfinu eða hafa reynslu af því. Helst þarf að taka fram hver muni sjá um skráninguna. Alltaf þarf skráningaraðili að skrá sig inn í skráningarkerfi á sínum eigin aðgangi.
  • Upplýsingar um hvaða safnkost skal skrá og hvernig því verður háttað.
  • Upplýsingar um stöðu skráningar.
    Dæmi: Grunnskráning, lokaskráning eða annað. Einnig skal taka fram hvort skráningin sé nýskráning gripa, endurskráning gripa eða yfirfærsla á milli kerfa.
  • Verða ljósmyndir teknar og fylgja skráningu?
  • Verður skráning birt á ytri vef eða ekki? Dæmi á sarpur.is

Skýrsluskil og samningar

  • Samningur verður gerður við styrkhafa við upphaf styrkveitingar.
  • Eftirlit verður með framvindu styrks, yfir styrktímann skila styrkþegar áfangaskýrslu árlega vegna styrkveitinga ársins.
  • Í lok síðasta ársins skal skila lokaskýrslu.


ATHUGIÐ:

  • Sótt er um alla styrki í gegnum umsóknavef safnaráðs, umsóknir í vinnslu og sendar umsóknir má finna á Mínum síðum.
  • Ekki er sjálfkrafa gerð tillaga um styrk til allra umsækjenda sem eru styrkhæfir, heldur munu upphæðir og fjöldi styrkja ráðast af ráðstöfunarfé sjóðsins og fjölda og gæðum umsókna.
  • Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur eru ekki teknar til greina.
  • Safnaráð fer yfir allar umsóknir í safnasjóð og metur þær með faglegum hætti með hliðsjón af safnalögum nr. 141/2011, úthlutunarreglum safnasjóðs nr. 551/2016 og verklagsreglum safnaráðs.