Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.
Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna sem falla undir safnalög. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis.
Safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem söfn verða að uppfylla til að fá viðurkenningu safnaráðs.
Ný reglugerð um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi 13. janúar. Þær breytingar frá fyrri ráðstöfunum sem viðkoma söfnum eru þær, að almennar fjöldatakmarkanir verði miðaðar við 20 manns og eru börn fædd 2005 og síðar undanþegin þeirri tölu. Þarna er verið að miða við hvert sóttvarnarými. Samkomutakmarkanir sem gilda frá 13. janúar til 17. febrúar 2021 Hámarksfjöldi …
Í lok desember 2020 úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra, að fenginni umsögn safnaráðs, 17.466.950 kr. úr seinni aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Árið 2020 voru tvær aukaúthlutanir úr sjóðnum, sú fyrri var í júlí síðastliðnum og hugsuð sem mótvægi við þær afleiðingar sem COVID-19 hefur haft á rekstur safna. Nú úr seinni aukaúthlutun var 58 styrkjum úthlutað til …
Ný reglugerð um sóttvarnarráðstafanir tekur gildi 10. desember næstkomandi. Þær breytingar frá fyrri ráðstöfunum sem viðkoma söfnum eru þær, að þó að almennar fjöldatakmarkanir verði áfram miðaðar við 10 manns, eru börn fædd 2005 og síðar undanþegin þeirri tölu. Þarna er verið að miða við hvert sóttvarnarhólf. Samkomutakmarkanir sem gilda frá 10. desember 2020 til …
Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2021 Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 16. desember og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs Styrkir til eins árs Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um úthlutun úr safnasjóði í samstarfi við viðurkennd söfn, …
Safnaráð vekur athygli á hertari samkomutakmörkunum. 10 manna fjöldatakmarkanir taka gildi frá og með 31. október og nú verða það börn fædd 2015 og síðar sem ekki teljast með í hámarksfjölda. Í minnisblaði sóttvarnarlæknis stendur: „10. Söfn og aðrir opinberir staðir tryggi að farið sé eftir tíu manna fjöldatakmörkum, bil milli ótengdra aðila sé yfir …