Um Safnaráð

Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Safnasjóður

Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna sem falla undir safnalög. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis.

Viðurkennd söfn

Safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem söfn verða að uppfylla til að fá viðurkenningu safnaráðs.

Fréttir og tilkynningar

Safnaráð er flutt í nýtt húsnæði í Austurstræti

Undanfarin sjö ár hefur skrifstofa Safnaráðs verið til húsa að Lækjargötu 3 í Gimli sem er friðlýst hús byggt  árið 1905. Starfsfólk Safnaráðs kveður litla kastalann í Lækjargötu að sinni og þökkum fyrir góðar stundir á liðnum árum. Nú hefur Safnaráð aðsetur í Austurstræti 5 á fjórðu hæð. Skrifstofa safnaráðs verður þar áfram í góðra …

Lesa meira

Leiðarvísir um gerð viðbragðsáætlunar

Forvarnir og  viðbragðsáætlanir til verndunar menningarminja hafa verið í brennidepli hjá safnaráði undanfarið. Þar sem Ísland hefur nú staðfest Haag-samning UNESCO frá 1954 um vernd menningarverðmæta komi til vopnaðra átaka felur það í sér skuldbindingu um að öll viðurkennd söfn á Íslandi vinni að forvarnarstarfi og gerð viðbragðsáætlana vegna ýmiss konar ógna t.a.m. náttúru- og …

Lesa meira

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum í aðalúthlutun safnasjóðs 2025

Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2025  Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 6. nóvember 2024 og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs   UMSÓKN um styrk til eins árs úr aðalúthlutun safnasjóðs 2025 Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um …

Lesa meira

Umsókn um viðurkenningu safns samkvæmt safnalögum

Opið fyrir umsóknir til 30. september 2024 Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 á árinu 2024 er 30. september 2024. Allar upplýsingar um umsóknir má finna hér: https://safnarad.is/vidurkennd-sofn/umsokn-um-vidurkenningu/   

Lesa meira