Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.
Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna sem falla undir safnalög. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis.
Safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem söfn verða að uppfylla til að fá viðurkenningu safnaráðs.
Í september fór safnaráð í sína árlegu haustferð og heimsótti Byggðasafnið í Skógum og Sagnheima, náttúru-, og byggðasafn Vestmannaeyja auk annarra safna og sýninga. Hópurinn samanstóð af safnaráði sjálfu, forstöðumönnum höfuðsafnanna auk starfsfólk safnaráðs. Í Byggðasafninu í Skógum tók forstöðumaður safnsins, Andri Guðmundsson á móti safnaráði og leiddi í gegnum sögu og sýningar safnsins. Byggðasafnið …
Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2024 Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 1. nóvember 2023 og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs Styrkir til eins árs Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um úthlutun úr safnasjóði í samstarfi við …
Frestur til að skila inn umsókn um viðurkenningu safns er að þessu sinni til 15. september 2023. Umsóknum skal skila á netfangið safnarad@safnarad.is Upplýsingar um hvað er viðurkennt safn má finna hér Upplýsingar um skilyrði viðurkenningar má finna hér Upplýsingar um stofnskrár/samþykktir viðurkenndra safna má finna hér Umsókn um viðurkenningu má finna hér Nánari upplýsingar fást á skrifstofu …
Skrifstofa safnaráðs verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 17. júlí til 7. ágúst. Ef erindið er brýnt má ná í Þóru Björk Ólafsdóttur framkvæmdastjóra safnaráðs í síma 820-5450.
Frumvarp til laga um breytingu á safnalögum hefur nú verið samþykkt á Alþingi. Þar er kveðið á um samræmdan skipunartíma forstöðumanna höfuðsafna og að safnaráð, sem hefur eftirlit með safnastarfi í landinu, boði árlega til samráðsfundar með ráðherra og fulltrúum höfuðsafna og þeirra fagfélaga sem koma að starfi safnanna. Ein af helsta breytingin á safnalögum, …