Um Safnaráð

Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Safnasjóður

Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna sem falla undir safnalög. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis.

Viðurkennd söfn

Safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem söfn verða að uppfylla til að fá viðurkenningu safnaráðs.

Fréttir og tilkynningar

Málþing 16.maí um söfn, sjálfbærni og vellíðan

Íslandsdeild ICOM, FÍSOS og safnaráð blása til málþings í aðdraganda Alþjóðlega safnadagsins undir yfirskriftinni Söfn, sjálfbærni og vellíðan, sem jafnframt er þema safnadagsins árið 2023. Málþingið verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 16. maí kl. 13:00-16:00 en að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar í Myndasal safnsins. Á dagskránni verða erindi sem …

Lesa meira

Aðalúthlutun 2023

Á fundi safnaráðs þann 14. desember sl. samþykkti ráðið tillögu um aðalúthlutun úr safnasjóði 2023 sem send var menningarráðherra til samþykktar, en skv. 7. mgr. 22. gr. safnalaga úthlutar ráðherra styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs. Ráðherra hefur nú ákveðið úthlutun styrkja úr sjóðnum. Heildarstyrkupphæð úr aðalúthlutun safnasjóðs 2023 er 153.010.000 kr. Hefur því …

Lesa meira

Safnanótt 2023

Safnanótt hefst föstudagskvöldið 3. febrúar. Þá munu fjölmörg söfn á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á litríka dagskrá frá kl. 18:00-23:00.  Í ár er áhersla lögð á óhefðbundna viðburði. Safnanótt er tilvalin fjölskylduviðburður sem veitir gestum á öllum aldri einstaka innsýn í safnastarfið frameftir kvöldi og er öllum að kostnaðarlausu. Hægt er að sjá dagskrána í heild …

Lesa meira

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2022

Að fenginni umsögn safnaráðs, hefur menningarráðherra nú úthlutað 17.923.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2022. Úr aukaúthlutun 2022 var 58 styrkjum úthlutað til 38 viðurkenndra safna, 35 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 23 styrkir til annarra verkefna. Heildarúthlutun ársins 2022 úr safnasjóði er því 224.413.000 kr., sem er jafnframt næsthæsta úthlutun sjóðsins frá upphafi …

Lesa meira

Tvær nýjar handbækur

Í lok síðasta árs komu út tvær nýjar handbækur, önnur í nóvember  og ber heitið “Fyrirbyggjandi forvarsla textílverka” eftir Þórdísi Önnu Baldursdóttur forvörð. Í desember kom út “Handbók um  sýningagerð og varðveislu safngripa” í tveimur hlutum eftir Nathalie Jacqueminet forvörð. Bæði verkefnin fengu styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs. Fjölmörg söfn á Íslandi varðveita myndverk sem gerð …

Lesa meira