Um Safnaráð

Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Safnasjóður

Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna sem falla undir safnalög. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis.

Viðurkennd söfn

Safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem söfn verða að uppfylla til að fá viðurkenningu safnaráðs.

Fréttir og tilkynningar

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2020 – flýtt úthlutun vegna COVID-19

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Bárust alls 37 umsóknir að heildarupphæð 61.195.000 kr. Allar umsóknir hljóta styrk og er heildarstyrkveiting 40.124.000 kr. …

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2020

UPPFÆRT: UMSÓKNARFERLI ER LOKIÐ Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Í aukaúthlutun safnasjóðs geta eingöngu viðurkennd söfn sótt um styrk, ekki er tekið á móti umsóknum frá …

Lesa meira

Könnun til viðurkenndra safna og ríkissafna um COVID-19 og söfn

Áhrif COVID-19 eru mikil á starfsemi safna. Sem dæmi horfast söfn í augu við tekjufall vegna færri gesta, lokanir, breytingar á áætlunum, breytingu á starfshögum og jafnvel fækkun starfsfólk. Til að gera safnaráði kleift að meta þá erfiðleika sem söfn og starfsfólk standa frammi fyrir, er safnaráð nú í samstarfi við FÍSOS, ICOM á Íslandi …

Lesa meira

Tilslökun á samkomubanni

Tilslökun á samkomubanni og möguleg opnun safna Breyttar reglur um takmarkanir á samkomum tóku gildi frá 4. maí, sjá á vefsíðu covid.is. Í því felst að söfn geta opnað fyrir gestum sínum á ný. Reglur um fjöldatakmörk (50 manns) og um tveggja metra nálægðarmörk eiga þó við og ber söfnum að virða þau skilyrði. Söfn …

Lesa meira

Veggspjald til prentunar fyrir söfn vegna lokunar í kjölfar COVID-19

Frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 24. mars þurfa öll söfn að loka dyrum sínum til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Safnaráð hefur útbúið veggspjald (sjá PDF útgáfu hér og JPG útgáfu hér) sem söfn geta prentað út og hengt í glugga safnsins vegna lokunar safnsins ef það hentar. Textinn er byggður á þeim textum sem …

Lesa meira