Um Safnaráð

Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Safnasjóður

Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna sem falla undir safnalög. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis.

Viðurkennd söfn

Safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem söfn verða að uppfylla til að fá viðurkenningu safnaráðs.

Fréttir og tilkynningar

Hertar sóttvarnarreglur

Breyting á sóttvarnarreglum Eins og safnmenn hafa eflaust tekið eftir, er mikil aukning á smitum í samfélaginu. Hertar reglur hafa því tekið gildi til 8. desember. Almennar fjöldatakmarkanir eru 500 manns. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin. Nálægðartakmörkun er almennt 1 metri. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin. Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að …

Lesa meira

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum í aðalúthlutun safnasjóðs 2022

Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2022   Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þriðjudaginn 30. nóvember 2021 og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs Styrkir til eins árs Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um úthlutun úr safnasjóði í samstarfi við …

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs – umsóknarfrestur til kl. 16.00, þriðjudaginn 26. október

Í aukaúthlutun safnasjóðs 2021 geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrir árslok 2021 og á styrkur að vera nýttur í síðasta lagi í desember 2022. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, þriðjudaginn 26. október 2021. Styrkir til stafrænna kynningarmála. Tilgangur með þessum styrkjum er að efla stafræna …

Lesa meira

Nýjar sóttvarnarreglur – 500 manna fjöldatakmarkanir

Frá og með deginum í dag, 15. september, mega söfn taka á móti leyfðum hámarksfjölda gesta miðað við samkomutakmarkanir, sem eru nú 500 manns í hverju rými. Gæta þarf að 1 metra fjarlægðarreglu og ef ekki er hægt að tryggja hana, þarf að nota grímur. Takmarkanirnar gilda til 6. október næstkomandi. Söfn mega taka á …

Lesa meira

Nýjar sóttvarnarreglur – gilda frá 28. ágúst

Frá og með 28. ágúst mega söfn taka á móti leyfðum hámarksfjölda gesta miðað við samkomutakmarkanir, sem eru nú 200 manns í hverju rými. Gæta þarf að 1 metra fjarlægðarreglu og ef ekki er hægt að tryggja hana, þarf að nota grímur. Takmarkanirnar gilda til 17. september næstkomandi. Söfnum er heimilt að taka á móti …

Lesa meira