Opið fyrir umsóknir

Opið fyrir umsóknir í aðalúthlutun 2020 - umsóknarfrestur 11. desember 2019 kl. 16.00
Fara á umsóknavef

Um Safnaráð

Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Safnasjóður

Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna sem falla undir safnalög. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis.

Viðurkennd söfn

Safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem söfn verða að uppfylla til að fá viðurkenningu safnaráðs.

Fréttir og tilkynningar

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum fyrir aðalúthlutun safnasjóðs 2020

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir úr aðalúthlutun safnasjóðs 2020. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00,11. desember 2019. Frá og með aðalúthlutun safnasjóðs 2020 verður sú breyting á að úthlutun úr sjóðnum er óskipt. Fallið er frá notkun hugtakanna „rekstrar- og verkefnastyrkir“ og þess í stað verða veittir styrkir úr safnasjóði í ákveðnum flokkum. Styrkir í aðalúthlutun …

Lesa meira

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum úr aukaúthlutun safnasjóðs 2019

Nú er opið fyrir umsóknir úr aukaúthlutun safnasjóðs 2019, umsóknarfrestur er framlengdur til kl. 16.00 mánudaginn 25. nóvember 2019. Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Tveir flokkar styrkja eru í boði, …

Lesa meira

Árleg skýrsla viðurkenndra safna 2019 – opið fyrir skil

Safnaráði er samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum er þríþætt og er einn hluti þess er eftirlit með rekstri safns og er það gert með yfirferð safnaráðs á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2019 er varðar rekstrarárið …

Lesa meira

Umsókn um viðurkenningu safns samkvæmt safnalögum

Opið fyrir umsóknir til 31. ágúst 2019 Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2018 rennur út, er 31. ágúst 2019. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni úthlutun úr safnasjóði …

Lesa meira