Um Safnaráð

Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Safnasjóður

Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna sem falla undir safnalög. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis.

Viðurkennd söfn

Safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem söfn verða að uppfylla til að fá viðurkenningu safnaráðs.

Fréttir og tilkynningar

Umsókn um viðurkenningu safns samkvæmt safnalögum

Opið fyrir umsóknir til 30. september 2024 Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 á árinu 2024 er 30. september 2024. Allar upplýsingar um umsóknir má finna hér: https://safnarad.is/vidurkennd-sofn/umsokn-um-vidurkenningu/   

Lesa meira

Aðgerðaráætlun Stefnumörkunar um safnastarf

  Samkvæmt safnalögum er eitt hlutverk safnaráðs að vinna að Stefnumörkun um safnastarf sem var unninn í samstarfi við höfuðsöfnin og samþykkt af ráðherra 2020. Þetta var fyrsta útgefna stefnumörkunin um safnastarf sem er samþykkt af ráðherra og kynnt fyrir ríkisstjórn og nýtist til að skilgreina verkefni og ná utan um ábyrgð safna, eigenda þeirra …

Lesa meira

Sumarlokun safnaráðs frá 8. júlí – 6. ágúst

Skrifstofa safnaráðs verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 8. júlí til 6. ágúst. Ef erindið er brýnt má ná í Þóru Björk Ólafsdóttur framkvæmdastjóra safnaráðs í síma 820-5450. Við minnum ferðalanga á að hægt er að heimsækja söfn hvar sem er á landinu og á heimasíðu okkar má finna kort sem sýnir staðsetningu …

Lesa meira

Ráðstefna um verndun menningarminja

Daganna 11.-12. júní sótti Safnaráð ráðstefnu í Stokkhólmi sem bar yfirskriftina Cultural Heritage and Cultural Resilience – Nordic-Baltic Conference on Civil Preparedness sem mætti þýða sem ”Menningararfleifð og menningarlegt viðnám – Norræn-Baltnesk ráðstefna um forvarnir“. Hér má finna upptöku af fyrirlestrum og umræðum frá fyrsta deginum.  Forvarnir og  viðbragðsáætlanir til verndunar menningarminja hafa verið í …

Lesa meira

Málþing: Söfn í þágu fræðslu og rannsókna

Íslandsdeild ICOM, FÍSOS og safnaráð boða til málþings í aðdraganda Alþjóðlega safnadagsins undir yfirskriftinni Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, sem jafnframt er þema safnadagsins árið 2024. Málþingið verður haldið í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, þriðjudaginn 14. maí kl. 13:00-14:30 en að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar og í framhaldi af því verður …

Lesa meira