Hlutverk safnasjóðs er samkvæmt safnalögum að styrkja starfsemi safna sem undir lögin falla. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna, samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis og önnur verkefni. Sjóðnum er heimilt að styrkja aðra starfsemi til að efla faglegt safnastarf, m.a. rannsóknir á starfssviði sjóðsins og miðlun upplýsinga um þær.

Úthlutað er úr safnasjóði tvisvar sinnum á ári og gerir mennta- og menningarmálaráðherra það, að fenginni tillögu safnaráðs. Safnaráð auglýsir ár hvert eftir umsóknum um styrki úr safnasjóði í dagblöðum eða með öðrum sannanlegum hætti.

Aðalúthlutun safnasjóðs

Aðalúthlutun úr safnasjóði er síðveturs eða að vori. Umsóknarfrestur fyrir þá úthlutun er í nóvember. Í þeirri úthlutun eru veittir tvenns konar styrkir:

  • Viðurkennd söfn önnur en söfn í eigu ríkisins geta sótt um rekstrarstyrki til sjóðsins til að efla starfsemi sína.
  • Öll viðurkennd söfn og önnur verkefni tengd safnastarfi geta sótt um styrki til skilgreindra verkefna.

Tímalína fyrir aðalúthlutun safnasjóðs 2018 er eftirfarandi (með fyrirvara að dagsetningar geti hnikað til um nokkra daga):

  • Opnað var fyrir umsóknir í safnasjóð 15. október 2017
  • Lokafrestur fyrir umsóknir var 15. nóvember 2017
  • Matsnefnd safnaráðs fær umsóknir til skoðunar 1. desember 2017
  • Fyrsti fundur matsnefndar í síðasta lagi 10. janúar 2018
  • Úthlutunarfundur matsnefndar safnaráðs 25. janúar 2018
  • Tillaga matsnefndar send til ráðherra fyrir 1. febrúar 2018

Aukaúthlutun safnasjóðs

Aukaúthlutun safnasjóðs er í desember ár hvert. Í aukaúthlutun safnasjóðs geta viðurkennd söfn sótt um verkefnastyrki tileinkaða símenntunUmsóknarfrestur fyrir þá úthlutun árið 2017 er liðinn. Auglýst verður að nýju haustið 2018.

 

Sótt er um styrki úr safnasjóði á umsóknavef safnasjóðs.