Eftirlit safnaráðs

Samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 er safnaráði falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna.

Eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum er þríþætt:

  1. Eftirlit með rekstri safns
    Þetta er árlegt eftirlit sem er framfylgt með því að viðurkennd söfn skila Árlegri skýrslu viðurkenndra safna til safnaráðs.
  2. Eftirlit með húsakosti safns, aðbúnaði safnkosts, varðveislu gripa og öryggismálum
    Þetta eftirlit fer fram á nokkurra ára fresti og er framkvæmt af eftirlitsnefnd safnaráðs. Er því framfylgt á þann hátt að viðurkennd söfn skila eftirlitseyðublöðum safna, fá í kjölfarið matsskýrslu frá eftirlitsnefnd safnaráðs og að lokum með heimsókn eftirlitsnefndar á staðinn.
  3. Eftirlit með skráningu gripa og aðgengi að safnkosti og sýningum.
    Framfylgt með úttekt sérfræðinga á staðnum og á gögnum eftir þörfum. Þriðji hluti eftirlitsins mun hefjast með eftirfylgni og símati á þeim styrkjum sem fást til skráningar úr safnasjóði 2020.