Samkvæmt 7. lið 10. gr safnalaga nr. 141/2011 er íslenskum söfnum skylt að starfa eftir siðareglum ICOM.

ICOM – Alþjóðaráð safna starfar í þágu samfélagsins og framþróunar þess með því að standa vörð um menningararf og menningarafurðir. ICOM starfar í lands- og fagdeildum sem einbeita sér að afmörkuðum sviðum safnastarfs. Íslandsdeild ICOM var stofnuð árið 1985, sem faglegur vettvangur íslenskra safnamanna og tengiliður við alþjóðasamtökin. Hér má lesa siðareglunar. Einnig má nálgast þær í prentuðu formi hjá Íslandsdeild ICOM.