Styrkþegar þurfa að skila skýrslu til safnaráðs um nýtingu styrkja úr safnasjóði. Öllum skýrslum um nýtingu styrkja er skilað í gegnum umsóknavef safnaráðs, beina tengla á skýrslurnar má finna hér fyrir neðan. Nýtingarskýrslu skal skila vegna allra styrktegunda, verkefna-, rekstrar- og símenntunarstyrkja.

Skýrslum um nýtingu styrkja skal skilað í síðasta lagi ári eftir að verkefni lýkur, en mælst er til að styrkþegar skili skýrslum um leið og verkefni lýkur.

Nýtingarskýrslur verkefnastyrkja:
Áfangaskýrsla: Fá og með styrkárinu 2018 munu styrkþegar verkefnastyrkja skila áfangaskýrslu til safnaráðs vegna þeirra styrkja sem eru hærri en 1.500.000 kr. Þeirri skýrslu skal skila í byrjun næsta árs á eftir styrkárinu.

Lokaskýrsla: Allir styrkþegar eiga að skila lokaskýrslu en hún er með svipuðu sniði og fyrri nýtingarskýrsla verkefnastyrkja. Greiðsla styrkja verður þó ekki áfangaskipt að sinni.

Eftirfarandi skýrslum um nýtingu styrkja er hægt að skila:

Styrkir 2018

Styrkir 2019

Athugið að heimilt er að krefjast endurgreiðslu hafi verkefni sem hlotið hefur styrk:

  • ekki verið unnið í samræmi við umsókn og þau gögn sem styrkveiting var byggð á
  • ekki verið unnið samkvæmt skilmálum sjóðsins
  • eða lokaskýrslu ekki verið skilað innan árs frá áætluðum lokum verkefnis

Ef styrkþegi þarf að óska eftir frest á nýtingu verkefnastyrks úr safnasjóði, þá má finna eyðublað vegna þess á umsóknavef safnaráðs, beinn tengill:
VALKVÆTT-Frestur á nýtingu verkefnastyrks úr safnasjóði