Eftirlit með rekstri safns er árlegt eftirlit sem er framfylgt með því að viðurkennd söfn skila Árlegri skýrslu viðurkenndra safna til safnaráðs. Þeirri skýrslu er skilað í gegnum umsóknavef safnaráðs og skilafrestur er að hausti, þegar ársreikningur fyrra árs er tilbúinn. Ýmsar upplýsingar úr þessum skýrslum eru birtar í Ársskýrslum safnaráðs, auk þess sem rekstrarupplýsingar sem koma fram eru nýttar við mat á umsóknum um rekstrarstyrki.

  • Gögn sem safn þarf að skila:
    • Árleg skýrsla viðurkenndra safna
    • Ársreikningur safns
    • Ársskýrsla safns
  • Þau atriði sem eru skoðuð sérstaklega við eftirlit eru þessi:
    • Rekstur safnsins
    • Miðlun
    • Rannsóknir
    • Samstarfsverkefni
    • Móttaka skólanema