Aukaúthlutun úr safnasjóði 2021

Í desember 2021 úthlutaði menningarmálaráðherra, að fenginni umsögn safnaráðs, 17.390.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2021. Úr aukaúthlutun 2021 var 58 styrkjum úthlutað til 32 viðurkenndra safna, 23 styrkir eru til stafrænna kynningarmála safnanna og 35 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds. Heildarúthlutun ársins 2021 úr safnasjóði er því 220.630.000 kr., næsthæsta úthlutun sjóðsins frá upphafi …

Lesa meira

Ný reglugerð – hertar sóttvarnarreglur sem gilda til 2. febrúar 2022.

(Uppfært 11. janúar 2022 og 14. janúar) Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er í gildi frá og með 23. desember og gildir til 12. janúar 2022 og var framlengd til 14. janúar. Í söfnum gilda eftirfarandi takmarkanir Söfn mega taka á móti 50 manns í hverju hólfi að börnum meðtöldum. Fyrir hverja 10 m² …

Lesa meira

Listasafn Einars Jónssonar hlýtur viðurkenningu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 21. október 2021 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins Listasafni Einars Jónssonar viðurkenningu. Listasafn Einars Jónssonar er í senn rótgróið og forvitnilegt listasafn frumkvöðuls í íslenskri myndlist. Safnið er staðsett í þriggja hæða alfriðuðu húsi á Skólavörðuholti umleikið viðamiklum höggmyndagarði. …

Lesa meira