Safnasjóður hækkar um rúmar 100 milljónir á milli ára

Safnaráð fagnar því að í fjárlögum fyrir árið 2020 kemur fram að fjárveiting til safnasjóðs er aukin um rúmar 100 milljónir króna, í 250,3 millj.kr. fyrir árið 2020, 245,5 millj.kr. árið 2021 og 240,6 millj.kr. árið 2022.

Þessi aukna fjárveiting mun auka möguleika safnasjóðs til að styðja við faglegt safnastarf í landinu.