Veggspjald til prentunar fyrir söfn vegna lokunar í kjölfar COVID-19

Frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 24. mars þurfa öll söfn að loka dyrum sínum til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar.

Safnaráð hefur útbúið veggspjald (sjá PDF útgáfu hér og JPG útgáfu hér) sem söfn geta prentað út og hengt í glugga safnsins vegna lokunar safnsins ef það hentar. Textinn er byggður á þeim textum sem birtast á vefsíðu stjórnvalda um viðbrögð við COVID-19 og aðlagaður aðeins að söfnunum. Einnig má birta skjölin á vefsíðu safnanna.
Textinn á veggspjöldunum er bæði á íslensku og ensku. Uppfærð veggspjöld verða birt þegar og ef breytingar verða á samkomubanni.

Önnur góð og nytsamleg veggspjöld má finna á covid-vefsíðunni: https://www.covid.is/veggspjold