Safnaráð tekur þátt í evrópsku samstarfsverkefni, MOI!

Verkefnið var styrkt af Menningaráætlun Creative Europe

Museums of Impact!

MOI! Museums of Impact er evrópskt samstarfsverkefni sem styrkt er af Creative Europe áætluninni. Verkefnið miðar að því að þróa sjálfsmatslíkan fyrir evrópsk söfn. Líkanið hjálpar söfnum að meta rekstur sinn á gagnrýninn og skapandi hátt og þróa getu sína til að mæta kröfum samfélags í þróun, samfélags sem verður sífellt fjölbreyttara, stafrænna og sem er að eldast.

Líkanið verður þróað með röð samvinnunámskeiða (cooperation workshops). Í öllu ferlinu verður líkanið prófað á fjölda tilraunasafna til að þekking og þarfir hagsmunaaðila verði hluti af líkaninu. Reglulega verða haldnir umræðufundir hagsmunaaðila þar sem þróunaraðilar og söfn munu hittast til opinna samræðna. Lokaútgáfa líkansins verður gefin út á sjö tungumálum ásamt leiðbeiningum og kynningarefni, meðal annars á íslensku. Líkanið verður öllum aðgengilegt.

Eftirfarandi 11 stofnanir vinna saman að því að þróa líkanið:

Verkefnið hófst í desember 2019 og stendur til mars 2022.

MOI! er styrkt af Creative Europe Program (COOP2). Heildarfjárhagsáætlun þess er 735.000 evrur. Finnish Heritage Agency (Museovirasto) er umsjónaraðili verkefnisins.

Facebook-síða verkefnisins er hér, þar er hægt að fylgjast með framvindu verkefnisins.