Opnað fyrir skil á áfangaskýrslu og lokaskýrslu vegna styrkja úr aðalúthlutun 2019

Nú geta styrkþegar sem fengu úthlutað í aðalúthlutun 2019 skilað nýtingarskýrslum í gegnum umsóknavef safnaráðs.

Styrkþegar þurfa að skila skýrslu til safnaráðs um nýtingu styrkja úr safnasjóði. Öllum skýrslum um nýtingu styrkja er skilað í gegnum umsóknavef safnaráðs. Nýtingarskýrslu skal skila vegna allra styrktegunda, verkefna-, rekstrar- og símenntunarstyrkja.

Skýrslum um nýtingu styrkja skal skilað í síðasta lagi ári eftir að verkefni lýkur, en mælst er til að styrkþegar skili skýrslum um leið og verkefni lýkur.

Nýtingarskýrslur verkefnastyrkja:
Áfangaskýrsla: Styrkþegar verkefnastyrkja skila áfangaskýrslu til safnaráðs vegna þeirra styrkja sem eru 1.500.000 kr. eða hærri. Þeirri skýrslu skal skila í byrjun næsta árs á eftir styrkárinu.

Lokaskýrsla: Allir styrkþegar eiga að skila lokaskýrslu en hún er með svipuðu sniði og fyrri nýtingarskýrsla verkefnastyrkja. Greiðsla styrkja verður þó ekki áfangaskipt að sinni.