Tilslökun á samkomubanni

Söfn geta opnað frá 4. maí

Tilslökun á samkomubanni og möguleg opnun safna

Breyttar reglur um takmarkanir á samkomum tóku gildi frá 4. maí, sjá á vefsíðu covid.is. Í því felst að söfn geta opnað fyrir gestum sínum á ný. Reglur um fjöldatakmörk (50 manns) og um tveggja metra nálægðarmörk eiga þó við og ber söfnum að virða þau skilyrði.

Söfn geta því opnað fyrir gestum, svo framarlega sem þau geta tryggt hæfilega fjarlægð á milli gesta og takmarkað fjölda á hverjum tíma.  Vakin er þó athygli á því að hvort söfn geta opnað á þessum tímapunkti fer mikið eftir húsnæðiskosti, starfsmannafjölda og staðsetningu hvers safns.

Engin krafa er gerð að hálfu safnaráðs að opna safnið, heldur er þetta ákvörðun hvers safns í samtali við eigendur sína og samfélagið. Sjá má opnunartíma safnanna á heimasíðum þeirra og á síðum þeirra á samfélagsmiðlum.