Listasafn Einars Jónssonar hlýtur viðurkenningu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 21. október 2021 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins Listasafni Einars Jónssonar viðurkenningu. Listasafn Einars Jónssonar er í senn rótgróið og forvitnilegt listasafn frumkvöðuls í íslenskri myndlist. Safnið er staðsett í þriggja hæða alfriðuðu húsi á Skólavörðuholti umleikið viðamiklum höggmyndagarði. …





