Ný reglugerð tekur gildi mánudaginn 10. maí – söfn mega taka á móti 75% af hámarksfjölda

Safnaráð vekur athygli á nýrri reglugerð nr. 510/2021 um samkomutakmarkanir sem tekur gildi mánudaginn 10. maí og gildir til 26. maí. Söfnum er heimilt að taka á móti 75% af hámarksfjölda móttökugetu hvers safns og skulu gestir skráðir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Við skólaheimsóknir barna fædd 2005 og síðar nægir að skrá bekk og …