Nýjar sóttvarnarreglur – gilda frá 28. ágúst

Frá og með 28. ágúst mega söfn taka á móti leyfðum hámarksfjölda gesta miðað við samkomutakmarkanir, sem eru nú 200 manns í hverju rými. Gæta þarf að 1 metra fjarlægðarreglu og ef ekki er hægt að tryggja hana, þarf að nota grímur.
Takmarkanirnar gilda til 17. september næstkomandi.

  • Söfnum er heimilt að taka á móti leyfilegum hámarksfjölda, þ.e. 200 manns í hverju rými.
  • Fjöldatakmörkun tekur ekki til barna sem fædd eru 2016 og síðar.
  • Nálægðartakmörkun og grímuskylda á ekki við börn sem fædd eru 2006 og síðar.
  • Ef ekki er unnt að tryggja 1 metra nálægðartakmörkun, skal nota andlitsgrímur.
  • Á viðburðum safnsins, svo sem á opnunum, er heimilt að bjóða uppá veitingar með þeim skilyrðum að það verður skrá gesti líkt og á veitingastöðum, í samræmi við ákvæði reglugerðar.
  • Við alla innganga skal tryggja aðgang að sótthreinsandi vökva fyrir hendur og eins víða um rými og talin er þörf á.

Tengill á reglugerðina er hér

Frétt af vef stjórnarráðsins hér