Úthlutun úr safnasjóði 2015

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr safnasjóði 2015, alls 108,6 milljónum króna. Af þeirri upphæð renna tæplega 70 milljónir til einstakra verkefna en 39 milljónir í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna um land allt. Alls bárust að þessu sinni umsóknir um styrki í samtals 130 verkefni. Styrkjum er úthlutað til  86 verkefna …

Lesa meira

Nýting styrkja úr safnasjóði árið 2013

Samkvæmt safnalögum ber þeim sem fá styrk úr safnasjóði að skila lokaskýrslu innan árs frá áætluðum lokum verkefnis. Nú líður senn að því að tvö ár séu liðin frá úthlutun styrkja árið 2013 og þar sem styrkir eru veittir til eins árs má gera ráð fyrir að ár verði liðið frá lokum allra verkefna þann 30. …

Lesa meira

Upptaka frá málþingi safnaráðs

Safnaráð stóð fyrir málþingi um rannsóknir safna í Þjóðminjasafninu þann 6. nóvember. Athyglinni var beint að hlutverki rannsókna í starfi safna og að þætti safna í að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista, náttúru og vísinda með rannsóknum sínum og miðlun þeirra. Skoðað var hvað einkennir safnarannsóknir og hverjar væntingar fræðasamfélagsins séu til …

Lesa meira

Umsóknarfrestur í safnasjóð runninn út

Umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2015 rann út þann 15. nóvember s.l. Nú verður farið yfir allar gildar umsóknir og tillaga um úthlutun úr safnasjóði send mennta- og menningarmálaráðherra til endanlegrar ákvörðunar. Safnaráð mun senda tillögu sína til ráðherra fyrir 15. febrúar n.k.

Lesa meira

Fjögur söfn fá viðurkenningu

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 2. október 2014 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins 4 söfnum viðurkenningu. Það eru Byggðasafn Dalamanna, Byggðasafn Garðskaga, Hvalasafnið á Húsavík og Iðnaðarsafnið á Akureyri. Safnaráð tekur við umsóknum til afgreiðslu á árinu 2015 til 31. ágúst 2015. Frekari …

Lesa meira

Málþing um rannsóknir í söfnum 6. nóvember

Safnaráð stendur fyrir málþingi um rannsóknir safna í Þjóðminjasafninu þann 6. nóvember. Rannsóknir eiga að vera mikilvægur hluti af safnastarfi og ein af forsendum þess að safnastarf sé í takt við tímann. Safnaráð vill kanna og meta vægi rannsókna í starfi safna og finna leiðir til að styrkja þátt rannsókna í safnastarfi. Athyglinni verður beint …

Lesa meira

Upptaka af fræðslufundi safnaráðs

Upptaka. Dagskrá: 13:30 – Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs – Umsóknir í safnasjóð 2015 13:50 – Eiríkur Stephensen, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís: Um skilgreind verkefni   14:20 – Þorgeir Ólafsson, upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneyti og Þóra Magnúsdóttir sérfræðingur í utanríkisráðuneyti: Þróunarsjóður EFTA og menningarsamstarf 14:50 – Haraldur Þór Egilsson, forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri: …

Lesa meira

Umsóknir í safnasjóð 2015

Safnaráð auglýsir eftirumsóknum um styrki úr safnasjóði á árinu 2015. Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011. Safnaráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá18. september 2013. Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum og umsóknum. Til …

Lesa meira

Veiðisafnið, viðurkennt safn

Ráðherra mennta- og menningarmála hefur nú að tillögu safnaráðs veitt Veiðisafninu viðurkenningu skv. safnalögum. Safnið sótti um endurupptöku fyrri ákvörðunar á grundvelli nýrra gagna og afgreiddi safnaráð tillögu um viðurkenningu safnsins á fundi sínum í ágúst. Ráðherra staðfesti tillögu ráðsins og hefur safninu verið tilkynnt sú ákvörðun.  Hér má sjá lista yfir þau söfn sem …

Lesa meira

Fræðslufundur safnaráðs

Safnaráð boðar til fræðslufundar þann 3. október kl. 13:30 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns um umsóknir í safnasjóð, skilgreiningu verkefna og aðra styrki. Markmið fundarins er að efla þekkingu þeirra sem sækja um styrki í sjóðinn á fyrirkomulagi sjóðsins, hvernig skilgreina skuli verkefni og kynna  styrki Þróunarsjóðs EFTA á sviði menningarmála sem margar fyrirspurnir bárust um s.l. …

Lesa meira