Úthlutun símenntunarstyrkja úr safnasjóði 2016

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað verkefnastyrkjum á sviði símenntunar (símenntunarstyrkjum) úr safnasjóði til viðurkenndra safna árið 2016.
Alls fékk að þessu sinni 21 viðurkennt safn símenntunarstyrk, frá 100.000 kr. til 250.000 kr. hver, en heildarúthlutun var alls 4.603.125 kr.
(PDF skjal)Hér má sjá lista yfir úthlutun símenntunarstyrkja.