Símenntunarstyrkir safnasjóðs 2016

Viðurkennd söfn geta sótt um símenntunarstyrk í safnasjóð 2016

Haustið 2016 verða veittir símenntunarstyrkir til eflingar faglegu starfi viðurkenndra safna. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar.

  • Viðurkennd söfn geta sótt um símenntunarstyrk fyrir starfsmenn sína.
  • Að þessu sinni verður úthlutað að lágmarki alls um tveimur milljónum króna.
  • Hver styrkur verður að hámarki 250.000 krónur.
  • Hvert viðurkennt safn má sækja um einn styrk.
  • Nýta má styrkinn bæði innanlands sem erlendis.
  • Styrkinn má nota til að sækja formlega menntun (til dæmis með skipulögðum námsskeiðum) eða til óformlegri námsferða, svo sem heimsókn á söfn hérlendis sem erlendis, eða sem ferða- og uppihaldsstyrk til starfsmannaskipta safna. Önnur nýting styrksins er einnig möguleg.
  • Áformað er að úthlutun úr sjóðnum verði fyrir 20. desember 2016.
  • Símenntunarstyrk verður að nýta fyrir árslok 2017.

Sótt er um símenntunarstyrk á nýjum umsóknavef safnaráðs: https://www.safnarad.is/umsoknavefur-safnarads/ – sjá opin skil.

Umsóknarfrestur er til 11. nóvember 2016

Athugið að ef símenntunarstyrkur fæst, þarf að skila til safnaráðs skýrslu um nýtingu styrksins ásamt staðfestingu um að styrkurinn hafi verið nýttur í símenntun.

Nánari upplýsingar fást hjá Þóru Björk Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra safnaráðs, í síma 530-2216 og í netfangi: thora@safnarad.is

Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011. Safnaráð veitir umsögn um styrkumsóknir úr safnasjóði. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá 29. september 2015.