Vegna eyðublaðs um verkefnaumsókn í safnasjóð 2017

Vinsamlega náið í nýtt eyðublað á umsóknavef -umsóknafrestur framlengdur til 7. desember

 

Komið hefur í ljós forritunarvilla í verkefnaumsóknareyðublaði safnasjóðs fyrir árið 2017, sem lýsir sér þannig að reiturinn Upplýsingar um fjárhagsáætlun birtist ekki á blaðinu í útgáfu 1.
Fjárhagsáætlun er ein forsenda fyrir mati á umsóknum um verkefnastyrki og verður að fylgja umsókn, því er nauðsyn að uppfæra umsóknaeyðublaðið.

Því verða umsækjendur að ná í NÝTT eyðublað á vef sjóðsins (VER-UMS-2017 útg.2) og skila þeirri útgáfu í gegnum umsóknavef safnasjóðs: https://safnarad.eydublod.is
Safnaráð biður umsækjendur innilega afsökunar á þessum mistökum og mun umsóknafrestur í safnasjóð vera framlengdur til miðvikudagsins 7. desember vegna þessa.