Skrifstofa safnaráðs flutt

Nýtt heimilisfang er Lækjargata 3, 101 Reykjavík. Nýtt símanúmer er 534-2234

Nú í byrjun janúar flutti skrifstofa safnaráðs sig um set í Lækjargötu 3, 101 Reykjavík í húsið Gimli eftir sjö ára veru í safnhúsi Þjóðminjasafnsins.

Í Gimli eru meðal annars einnig til húsa Listahátíð í Reykjavík og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar.

Skrifstofa safnaráðs er einnig komið með nýtt símanúmer 534-2234.