Ný reglugerð um sóttvarnaráðstafanir frá 13. janúar

Ný reglugerð um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi 13. janúar. Þær breytingar frá fyrri ráðstöfunum sem viðkoma söfnum eru þær, að almennar fjöldatakmarkanir verði miðaðar við 20 manns og eru börn fædd 2005 og síðar undanþegin þeirri tölu. Þarna er verið að miða við hvert sóttvarnarými. Samkomutakmarkanir sem gilda frá 13. janúar til 17. febrúar 2021 Hámarksfjöldi …

Seinni aukaúthlutun úr safnasjóði 2020

Í lok desember 2020 úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra, að fenginni umsögn safnaráðs, 17.466.950 kr. úr seinni aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Árið 2020 voru tvær aukaúthlutanir úr sjóðnum, sú fyrri var í júlí síðastliðnum og hugsuð sem mótvægi við þær afleiðingar sem COVID-19 hefur haft á rekstur safna. Nú úr seinni aukaúthlutun var 58 styrkjum úthlutað til …

Ný reglugerð um sóttvarnarráðstafanir tekur gildi 10. desember næstkomandi

Ný reglugerð um sóttvarnarráðstafanir tekur gildi 10. desember næstkomandi. Þær breytingar frá fyrri ráðstöfunum sem viðkoma söfnum eru þær, að þó að almennar fjöldatakmarkanir verði áfram miðaðar við 10 manns, eru börn fædd 2005 og síðar undanþegin þeirri tölu. Þarna er verið að miða við hvert sóttvarnarhólf. Samkomutakmarkanir sem gilda frá 10. desember 2020 til …

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum fyrir aðalúthlutun safnasjóðs 2021

Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2021 Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 16. desember og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs Styrkir til eins árs Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um úthlutun úr safnasjóði í samstarfi við viðurkennd söfn, …

Hertar samkomutakmarkanir – 10 manna fjöldatakmarkanir

Safnaráð vekur athygli á hertari samkomutakmörkunum. 10 manna fjöldatakmarkanir taka gildi frá og með 31. október og nú verða það börn fædd 2015 og síðar sem ekki teljast með í hámarksfjölda. Í minnisblaði sóttvarnarlæknis stendur: „10. Söfn og aðrir opinberir staðir tryggi að farið sé eftir tíu manna fjöldatakmörkum, bil milli ótengdra aðila sé yfir …

Áframhaldandi samkomutakmarkanir – 2ja metra regla í gildi um allt land

Samkomutakmarkanir sem eiga við söfn gilda um allt land frá og með 20. október til 3. nóvember Nálægðartakmörk verða tveir metrar á milli ótengdra aðila – um allt land. Þar sem ekki er hægt að viðhafa nálægðarmörk er skylt að andlitsgríma verði notuð. Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými er 20 einstaklingar. Tryggja skal að blöndun …

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum úr seinni aukaúthlutun safnasjóðs 2020

Í seinni aukaúthlutun safnasjóðs árið 2020 geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrir árslok 2020 og á styrkur að vera nýttur í síðasta lagi í desember 2021. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, þriðjudaginn 10. nóvember 2020. Veittar verða allt að 15 milljónir króna samtals. Styrkir …

Árleg skýrsla viðurkenndra safna 2020

Opnað hefur verið fyrir skil á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2020 og er skilafrestur þann 3. nóvember næstkomandi. Nú er safnaráð komið í samstarf við Hagstofu Íslands og mun sinna talnasöfnun um starfsemi viðurkenndra safna með upplýsingum úr Árlegu skýrslunni, því munu viðurkennd söfn ekki þurfa að skila til Hagstofunnar sérstakri skýrslu. Hagstofan safnar tölulegum …

Hertari reglur á höfuðborgarsvæðinu – frá 7. október

Hertari reglur  varðandi samkomutakmarkanir gilda á söfnum á höfuðborgarsvæðinu1 frá og með miðvikudeginum 7. október. Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými er 20 einstaklingar. Tryggja skal að blöndun einstaklinga verði ekki á milli hólfa, hvorki í inngangi/útgangi, salernisaðstöðu, veitingasölu eða annarri þjónustu og að fyllstu sóttvarnaráðstafana sé gætt. Nálægðartakmörk verða tveir metrar á milli ótengdra aðila. …

Nýjar reglur – 20 manna fjöldatakmarkanir gilda á söfnum frá 5. október

Nýjar reglur varðandi samkomutakmarkanir gilda á söfnum frá og með mánudeginum 5. október. Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými er 20 einstaklingar. Tryggja skal að blöndun einstaklinga verði ekki á milli hólfa, hvorki í inngangi/útgangi, salernisaðstöðu, veitingasölu eða annarri þjónustu og að fyllstu sóttvarnaráðstafana sé gætt. Nálægðartakmörk er áfram einn metri á milli ótengdra aðila. Þar …