Aðalúthlutun 2021

Úthlutað var 168.540.000 kr.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað í aðalúthlutun safnasjóðs 2021

Á fundi safnaráðs þann 25. mars sl. voru samþykktar umsagnir ráðsins um styrkumsóknir úr aðalúthlutun safnasjóðs 2021, í samræmi við ákvæði 7. gr. safnalaga nr. 141/2011. Gerðar voru tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun styrkja úr sjóðnum, en skv. 7. mgr. 22. gr. safnalaga úthlutar ráðherra styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs. Ráðherra hefur nú ákveðið úthlutun styrkja úr sjóðnum.

Heildarstyrkupphæð úr aðalúthlutun safnasjóðs 2021 er 168.540.000 kr.
Lista yfir styrki má finna hér.

Veittir eru 117 styrkir til eins árs að heildarupphæð 137.940.000 kr.

Veittir eru 10 Öndvegisstyrkir sem skiptast svo: fyrir árið 2021 kr. 30.600.000, fyrir árið 2022 kr. 36.100.000 og fyrir árið 2023 kr. 31.700.000. Heildarupphæðin fyrir allan styrktímann er 98.400.000 kr.

Í aðalúthlutun safnasjóðs 2021 bárust sjóðnum 179 umsóknir frá 51 aðila, frá 44 viðurkenndum söfnum, 3 aðilum í samstarfi við viðurkennt safn og 4 félagasamtökum eða einstaklingum. 167 umsóknir bárust um styrki til eins árs að heildarupphæð 281.182.351 kr. og 12 Öndvegisumsóknir bárust að heildarupphæð 98.400.000 kr. fyrir allan styrktímann 2021 – 2023.

Fyrir árið 2021 var veitt samtals 36.100.000 kr. vegna Öndvegisstyrkja 2020-2022, þær styrkveitingar má sjá hér. Samtals hefur mennta- og menningarmálaráðherra því úthlutað 204.640.000 kr. á þessu ári.