Árið 2020 hefur mennta- og menningarmálaráðherra að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað alls 217.367.000 kr. úr safnasjóði.

Úr aðalúthlutun safnasjóðs 2020 í mars voru veittar alls 177.243.000 kr. Veittir voru 111 styrkir til eins árs að heildarupphæð 139.543.000 kr. til 48 styrkþega.

Einnig voru veittir 13 Öndvegisstyrkir til viðurkenndra safna sem skiptast svo: fyrir árið 2020 kr. 37.700.000, fyrir árið 2021 kr. 40.700.000 og fyrir árið 2021 kr. 32.000.000. Heildarupphæðin fyrir styrktímann er 110.400.000 kr. Úthlutanir fyrir árin 2021 og 2022 eru veittar með fyrirvara um fjármögnun safnasjóðs.

177 umsóknir bárust um styrki til eins árs að heildarupphæð 275.469.165 kr. og 23 Öndvegisumsóknir bárust að heildarupphæð fyrir árið 2020 kr. 80.325.500 og fyrir allan styrktímann 2020 – 2022 kr. 237.712.100.

Úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020 í júlí voru veittar alls 40.124.000 kr. til 37 viðurkenndra safna til eflingar á faglegu starfi safnanna.