Árið 2016 úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra að fenginni umsögn safnaráðs alls 113.011.125 kr. úr safnasjóði. Þar af voru verkefnastyrkir 78.808.000 kr. til 93 verkefna, auk þess sem 29.600.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 36 safna. Til viðurkenndra safna úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra 21 símenntunarstyrk að upphæð 4.603.125. kr. Alls bárust 152 verkefnaumsóknir og veittir styrkir voru á bilinu 140.000 kr. upp í 2,9 milljónir króna.