Á árinu 2023 úthlutaði menningarráðherra að fenginni umsögn safnaráðs alls 234.310.000 krónum úr safnasjóði og alls voru veittir 202 styrkir.

Úr aðalúthlutun safnasjóðs 2023 í febrúar voru veittar 153.010.000 krónur.

Veittur var 101 styrkur til eins árs að heildarupphæð 136.510.000 kr. til 50 styrkþega.

Veittir voru 5 Öndvegisstyrkir  til viðurkenndra safna sem skiptast svo: fyrir árið 2023 kr. 16.500.000, fyrir árið 2024 kr. 21.500.000 og fyrir árið 2025 kr. 11.500.000. Heildarupphæðin fyrir allan styrktímann er 49.500.000 kr. Úthlutanir fyrir árin 2024 og 2025 eru veittar með fyrirvara um fjármögnun safnasjóðs.

Öndvegisstyrkir 2021-2023 fyrir árið 2023 voru 10 talsins og styrkupphæð fyrir árið 2023 er 31.700.000 kr. Styrkveitingar má sjá hér.

Öndvegisstyrkir 2022-2024 fyrir árið 2023 voru 4 talsins og styrkupphæð fyrir árið 2023 samtals 18.800.000 kr. Styrkveitingar má sjá hér.

Úr aukaúthlutun safnasjóðs 2023 í lok desember voru veittir alls 82 styrkir að heildarupphæð 24.800.000 kr.