Árið 2017 úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra að fenginni umsögn safnaráðs alls 106.542.700 kr. úr safnasjóði.

Úr aðalúthlutun safnasjóðs voru veittar alls 97.329.000 kr, þar af voru verkefnastyrkir alls 72.229.000 kr. til 86 verkefna, auk þess sem 25.100.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 38 safna. Alls bárust 146 verkefnaumsóknir og veittir styrkir voru á bilinu 150.000 kr. upp í 2,0 milljónir króna.

Úr aukaúthlutun safnasjóðs voru veittar alls 9.213.700 kr. í 35 símenntunarstyrki viðurkenndra safna.