Árið 2019 úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra að fenginni umsögn safnaráðs alls 126.036.800 kr. úr safnasjóði.

Úr aðalúthlutun safnasjóðs 2019 í mars voru veittar alls 113.850.000 krónur, þar af voru veittir 85 verkefnastyrkir alls 84.250.000 kr., auk þess sem 29.600.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 37 viðurkenndra safna.
Alls bárust 142 verkefnaumsóknir og veittir styrkir voru á bilinu frá 300.000 kr. til 2,5 milljónir króna.

Úr aukaúthlutun safnasjóðs 2019 voru veittar alls 12.186.800 kr. í 47 símenntunarstyrki viðurkenndra safna.