Árið 2013 úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra að fenginni umsögn safnaráðs alls 115.530.000 kr. úr safnasjóði. Þar af voru verkefnastyrkir 71.530.000 kr. til 118 verkefna, auk þess sem 44.000.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 44 safna.