Haag samningur UNESCO um vernd menningarverðmæta í stríðsátökum

Ísland staðfesti þann 12. desember 2022 Haag-samning UNESCO frá 1954 um vernd menningarverðmæta komi til vopnaðra átaka. Unnið var að fullgildingu samningsins í samstarfi menningar- og viðskiptaráðuneytis og utanríkisráðuneytis. Nú hafa nær öll lönd Evrópu staðfest samninginn. Í frétt Stjórnarráðsins frá 13. desember 2022 segir: „Haag-samningurinn frá 1954 er mikilvægt verkfæri til verndar menningarverðmætum í …






