Safnanótt 2023

Safnanótt hefst föstudagskvöldið 3. febrúar. Þá munu fjölmörg söfn á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á litríka dagskrá frá kl. 18:00-23:00.  Í ár er áhersla lögð á óhefðbundna viðburði. Safnanótt er tilvalin fjölskylduviðburður sem veitir gestum á öllum aldri einstaka innsýn í safnastarfið frameftir kvöldi og er öllum að kostnaðarlausu. Hægt er að sjá dagskrána í heild hér. 

Safnanótt ásamt Sundlauganótt og ljósaslóð er hluti af Vetrarhátíð sem hefur verið haldin árlega frá árinu 2002. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem upplífgandi viðburður yfir dimmustu vetrarmánuðina og tengir saman ólíka menningarlega þætti sem endurspeglast í hátíðardagskránni.