Aukaúthlutun úr safnasjóði 2022

Alls var úthlutað rúmum 224 milljónum úr safnasjóði árið 2022

Að fenginni umsögn safnaráðs, hefur menningarráðherra nú úthlutað 17.923.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2022.

Úr aukaúthlutun 2022 var 58 styrkjum úthlutað til 38 viðurkenndra safna, 35 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 23 styrkir til annarra verkefna.

Heildarúthlutun ársins 2022 úr safnasjóði er því 224.413.000 kr., sem er jafnframt næsthæsta úthlutun sjóðsins frá upphafi og eru styrkirnir alls 179 talsins.

Úr aðalúthlutun safnasjóðs 2022 í mars voru veittar 135.390.000 kr., þar af var 35.000.000 kr. veitt í Öndvegisstyrki. Öndvegisstyrkir 2021-2023 fyrir árið 2022 voru 36.100.000 kr.

Lista yfir alla styrki og styrkþega safnasjóðs árið 2022 má finna hér.