Dagsferð safnaráðs á Suðurland

Þann 2. nóvember fór safnaráð í dagsferð um Suðurlandið og heimsótti þar þrjú söfn.

Fyrst var Byggðasafn Árnesinga heimsótt, safnstjórinn Lýður Pálsson tók á móti hópnum og gaf ágrip af sögu safnsins. Safnaráð fékk því næst að skoða glæsileg varðveisluhúsnæði Byggðasafn Árnesinga í fylgd Lindu Ásdísardóttur og Ragnhildar Sigfúsardóttur.

Veiðisafnið á Stokkseyri var því  næst heimsótt. Hjónin Páll Reynisson, safnstjóri og Ragnheiður Ragnarsdóttir sögðu frá starfi safnsins og húsnæði þess, einnig voru skráningarmál safngripa, frágangur í varðveislurýmum og umhirða safnkost til umfjöllunar.

Í lok vettvangsferðar var litið inn í Listasafn Árnesinga þar tók safnstjórinn Kristín Scheving tók á móti hópnum. Safnaráð fékk innlit í varðveislurými og vinnuaðstöðu starfsmanna, að lokum leiddi Kristín hópin um yfirstandandi sýningu, Summa & Sundrung, og sagði frá spennandi stórafmælisári safnsins 2023.

Ákaflega vel heppnuð dagsferð sem var pakkfull af upplýsandi og ólíkum safnaheimsóknum og uppbyggilegum umræðum.