Tvær nýjar handbækur

Í lok síðasta árs komu út tvær nýjar handbækur, önnur í nóvember  og ber heitið “Fyrirbyggjandi forvarsla textílverka” eftir Þórdísi Önnu Baldursdóttur forvörð. Í desember kom út „Handbók um  sýningagerð og varðveislu safngripa“ í tveimur hlutum eftir Nathalie Jacqueminet forvörð. Bæði verkefnin fengu styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs. Fjölmörg söfn á Íslandi varðveita myndverk sem gerð …

Lesa meira

Jólakveðja frá safnaráði

Safnaráð óskar safnmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem er að líða. Skrifstofa safnaráðs verður lokuð yfir jólin og opnar á ný þriðjudaginn 3. janúar 2023.

Lesa meira

Íslensk þýðing nýrrar safnaskilgreiningar

Ný safnaskilgreining var samþykkt á Alheimsþingi ICOM sem var haldið í Prag í Tékklandi, 20. – 28. ágúst 2022. Íslensk þýðing skilgreiningarinnar er eftirfarandi: „Safn er varanleg stofnun, ekki rekin í hagnaðarskyni, sem þjónar samfélaginu með rannsóknum, söfnun, varðveislu, túlkun og miðlun á áþreifanlegri og óáþreifanlegri arfleifð. Söfn eru opin almenningi, aðgengileg og inngildandi og stuðla …

Lesa meira

Dagsferð safnaráðs á Suðurland

Þann 2. nóvember fór safnaráð í dagsferð um Suðurlandið og heimsótti þar þrjú söfn. Fyrst var Byggðasafn Árnesinga heimsótt, safnstjórinn Lýður Pálsson tók á móti hópnum og gaf ágrip af sögu safnsins. Safnaráð fékk því næst að skoða glæsileg varðveisluhúsnæði Byggðasafn Árnesinga í fylgd Lindu Ásdísardóttur og Ragnhildar Sigfúsardóttur. Veiðisafnið á Stokkseyri var því  næst …

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun 2022

Safnaráð minnir á, að opið er fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2022. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, 5. desember 2022 Styrkir úr aukaúthlutun eru eingöngu í boði fyrir viðurkennd söfn. Sjá umsóknareyðublað hér: https://safnarad.eydublod.is/Forms/Form/22-UMS-AUK-UMS UPPLÝSINGAR Eftirtaldir styrkflokkar eru í boði: a) Styrkur til stafrænna kynningarmála Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sent inn eina umsókn um styrki í …

Lesa meira

Farskóli FÍSOS 2022 – Fagráðstefna safnafólks

Farskóli FÍSOS 2022 fór fram sl. september í fallegum haustlitum Hallormstaðarskógar. Farskólinn er árleg fagráðstefna safnafólks á Íslandi og í ár var yfirskrift hans Söfn á tímamótum. Vegleg dagskrá var að þessu sinni með afar áhugaverðum fyrirlesurum, spennandi málstofum og skoðunarferðum vítt og breitt um svæðið þar sem fjallað var um fjölbreyttar hliðar safnastarfsins. Safnaráð …

Lesa meira

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum í aðalúthlutun safnasjóðs 2023

Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2023  Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 fimmtudaginn 20. október 2022 og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs   Styrkir til eins árs Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um úthlutun úr safnasjóði í samstarfi við …

Lesa meira

Ný safnaskilgreining samþykkt á Alheimsþingi ICOM

Ný safnaskilgreining var samþykkt á Alheimsþingi ICOM sem var haldið í Prag í Tékklandi, 20. – 28. ágúst með standandi lófataki þátttakenda eftir nokkura ára samþykktarferli þar sem leitað var til allra undirdeilda ICOM. Ný skilgreining er eftirfarandi: „A museum is a not-for-profit, permanent institution in the service of society that researches, collects, conserves, interprets …

Lesa meira

Umsókn um viðurkenningu safns samkvæmt safnalögum

Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011, til að umsóknin verði yfirfarin áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2023 rennur út, er 15.  september 2022. Umsóknareyðublað vegna viðurkenningar safns má finna hér, eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:  Staðfesting frá eiganda og/eða stjórn safns um að óskað er eftir …

Lesa meira