Farskóli FÍSOS 2022 – Fagráðstefna safnafólks

Farskóli FÍSOS 2022 fór fram sl. september í fallegum haustlitum Hallormstaðarskógar. Farskólinn er árleg fagráðstefna safnafólks á Íslandi og í ár var yfirskrift hans Söfn á tímamótum. Vegleg dagskrá var að þessu sinni með afar áhugaverðum fyrirlesurum, spennandi málstofum og skoðunarferðum vítt og breitt um svæðið þar sem fjallað var um fjölbreyttar hliðar safnastarfsins. Safnaráð bauð upp á drykk í Minjasafni Austurlands á meðan farskólagestir skoðuð sýningarnar.

Styrkjaúthlutun safnaráðs fór fram á föstudeginum 23. september þar sem menningar- og viðskiptaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir afhenti viðurkenningar til styrkþega úr aðalúthlutun 2022.

Veittir voru 94 styrkir til eins árs að heildarupphæð 118.590.000 kr. til 45 styrkþega. Heildarúthlutun aðalúthlutunar 2022 var 135.390.000 kr. og hefur því alls verið úthlutað 206.490.000 krónum úr safnasjóði árið 2022 með Öndvegisúthlutunum frá 20-22 og 21-23. Frekari upplýsingar um úthlutunina má finna hér.

Vel heppnaður farskóli eins og ávalt í góðum hóp safnamanna. 

 

Byggðasafn Árnesinga tekur við viðurkenningu