Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um viðurkenningu safna

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um viðurkenningu safna skv. safnalögum nr. 141/2011. Safnaráð gerir tillögu um viðurkenningu safns til mennta- og menningarmálaráðherra uppfylli umsóknaraðili skilyrði safnaráðs fyrir viðurkenningu skv. safnalögum og reglugerð   nr. 900/2013 Upplýsingar um skilyrðin ásamt sniðmáti fyrir umsókn er að finna á heimasíðu safnaráðs. Umsóknarfrestur til að umsóknin verði tekin fyrir á árinu 2013 er 15. nóvember n.k. …

Lesa meira

Erindi flutt á Farskóla safnmanna 2013

Framkvæmdastjóri safnaráðs kynnti úthlutunarreglur sjóðsins og skilyrði fyrir viðurkenningu safna á farskóla safnmanna sem haldinn var í Reykjavík í lok september. Hér má sjá glærurnar sem fylgdu erindinu. Hér má sjá upptöku af erindinu. Frekari upplýsingar um viðurkenningarferlið er að finna hér.

Lesa meira

Skilmálar safnaráðs fyrir viðurkenningu safna

Efnisyfirlit 1. Safn skal vera í eigu opinberra aðila, sjálfseignarstofnunar, félags eða fyrirtækis sem tryggir safninu fjárhagsgrundvöll fyrir eðlilega starfsemi þess og skipar því stjórn. Safn skal ekki rekið í hagnaðarskyni. Með safnalögum nr. 141/2011 fékk safnaráð það hlutverk að fjalla um viðurkenningu safna og afturköllun viðurkenningar áður en tillögur þar að lútandi eru sendar ráðherra.  …

Lesa meira

Stefnumót um stefnumótun

I.            Markmið fundarins Markmið fundarins er að leita umsagnar hjá safnmönnum um lykilspurningar varðandi framtíðarskipan safnamála í landinu í anda nýrra safnalaga. Mikilvægt er að fá skoðun og tillögur að áherslum og útfærslu frá hópnum. Markmiðið með fundinum er ekki síður að vinna í náinni samvinnu við helstu hagsmunaaðila og sammælast um niðurstöðu sem tekur tillit …

Lesa meira

Vinna við stefnumótun safnaráðs

Samkvæmt safnalögum er það hlutverk safnaráðs að vinna að stefnumörkun um safnastarf í samvinnu við höfuðsöfn sem send er ráðherra til samþykktar. Í samræmi við þetta hlutverk samþykkti safnaráð á fundi sínum 20. mars 2013 að stofna starfshóp til að vinna að stefnumótun ráðsins. Leitað var til höfuðsafnanna Listasafns Íslands og Þjóðminjasafnsins ásamt námsbrautar í …

Lesa meira

Úthlutun úr safnasjóði árið 2013

Safnaráði bárust alls umsóknir frá 61 aðila um styrk úr safnasjóði árið 2013. Umsóknir um rekstrarstyrki voru 47 og umsóknir um verkefnastyrki 171. Safnaráð gerði tillögu um úthlutun úr safnasjóði til mennta- og menningarmálaráðherra sem úthlutaði úr sjóðnum þann 30. apríl s.l. 44 söfn fengu úthlutað rekstrarstyrk að upphæð 1.000.000 kr. 14 samstarfsstyrkir voru veittir …

Lesa meira

Staðfesting stofnskráa

Safnaráð tekur nú á móti stofnskrám safna til staðfestingar í samræmi við safnalög nr. 141/2011. Samkvæmt 10. gr. safnalaga nr. 141/2011 er staðfesting safnaráðs á stofnskrá safns skilyrði þess að safn geti öðlast viðurkenningu samkvæmt safnalögum. Staðfesting safnaráðs á stofnskrá felur þó ekki í sér viðurkenningu á safninu. Staðfesting stofnskráa 1.Forsvarsmaður safns (safnstjóri eða formaður …

Lesa meira

Umsóknarfrestur í safnasjóð útrunninn

Síðasti umsóknardagur í safnasjóð var 26. mars. Umsóknir verða teknar til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins og tillögur um úthlutun sendar til ráðherra í kjölfar þess fundar. Alls bárust sjóðnum 60 umsóknir í ár.

Lesa meira

Auglýsing v. umsókna í safnasjóð 2013

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum frá menningarminjasöfnum, náttúruminjasöfnum og listasöfnum, um styrki úr safnasjóði á árinu 2013. Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011. Safnaráð úthlutar úr sjóðnum samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá 19. júlí 2010. Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum og umsóknum. …

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í safnasjóð 2013

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í safnasjóð árið 2013. Umsóknareyðublaðið er veflægt en hægt er að prenta það út. Um leið og umsókn hefur verið send mun afrit af henni berast umsækjanda í tölvupósti. Fyrir umsækjendur er gott að taka til allar upplýsingar og gögn áður en hafist er handa við útfyllingu. Eyðublaðið …

Lesa meira