Upptaka frá málþingi safnaráðs

upptaka frá 6. nóvember

Safnaráð stóð fyrir málþingi um rannsóknir safna í Þjóðminjasafninu þann 6. nóvember.

Athyglinni var beint að hlutverki rannsókna í starfi safna og að þætti safna í að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista, náttúru og vísinda með rannsóknum sínum og miðlun þeirra.

Skoðað var hvað einkennir safnarannsóknir og hverjar væntingar fræðasamfélagsins séu til safna sem rannsóknarstofnana.

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, doktorsnemi í safnafræði HÍ og forstöðumaður rannsóknaþjónustu LHÍ: Söfn sem þekkingarmiðstöðvar: könnun á umfangi og skipulagi rannsókna í íslensku safnastarfi. Skýrsla safnaráðs kynnt. Skýrsluna má nálgast hér.

Sophie Bruun sérfrææðingur frá Kulturstyrelsen í Kaupmannahöfn: Um stöðu rannsókna í söfnum í Danmörku

Sigurður Gylfi Magnússon dósent í menningarsögu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands aðsetur í Þjóðminjasafni: Tími og ástríða – hugtök í rannsóknum háskóla og safna

Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands: Fornleifarannsóknir og söfn

Hádegishlé

Gildi og hlutverk rannsókna í söfnum:

o   Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands

o   Guðný Zoega, deildarstjóri Fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga

o   Nathalie Jaqueminet varðveislustjóri í Þjóðminjasafni Íslands

14:30 – 15: 45: Söfn og miðlun rannsókna:

o   Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands

o   Katrín Gunnarsóttir, Byggðasafni Hafnarfjarðar

·         Umræður  og samantekt

Fundarstjóri: Sigurjón Baldur Hafsteinsson