Málþing um rannsóknir í söfnum 6. nóvember

Málþing safnaráðs í Þjóðminjasafni Íslands

Safnaráð stendur fyrir málþingi um rannsóknir safna í Þjóðminjasafninu þann 6. nóvember.

Rannsóknir eiga að vera mikilvægur hluti af safnastarfi og ein af forsendum þess að safnastarf sé í takt við tímann. Safnaráð vill kanna og meta vægi rannsókna í starfi safna og finna leiðir til að styrkja þátt rannsókna í safnastarfi.

Athyglinni verður beint að hlutverki rannsókna í starfi safna og að þætti safna í að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista, náttúru og vísinda með rannsóknum sínum og miðlun þeirra.

Skoðað verður hvað einkennir safnarannsóknir og hverjar væntingar fræðasamfélagsins séu til safna sem rannsóknarstofnana.

9:00 – 9:45: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, doktorsnemi í safnafræði HÍ og forstöðumaður rannsóknaþjónustu LHÍ: Söfn sem þekkingarmiðstöðvar: könnun á umfangi og skipulagi rannsókna í íslensku safnastarfi. Skýrsla safnaráðs kynnt. Skýrsluna má nálgast hér.

10:00 -10:45: Sophie Bruun sérfrææðingur frá Kulturstyrelsen í Kaupmannahöfn: Um stöðu rannsókna í söfnum í Danmörku

11:00 -11:30: Sigurður Gylfi Magnússon dósent í menningarsögu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands aðsetur í Þjóðminjasafni: Tími og ástríða – hugtök í rannsóknum háskóla og safna

11:30 – 12:00: Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands: Fornleifarannsóknir og söfn

Hádegishlé

13:00 – 14:15: Gildi og hlutverk rannsókna í söfnum:

o   Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands

o   Guðný Zoega, deildarstjóri Fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga

o   Nathalie Jaqueminet varðveislustjóri í Þjóðminjasafni Íslands

14:30 – 15: 45: Söfn og miðlun rannsókna:

o   Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands

o   Katrín Gunnarsóttir, Byggðasafni Hafnarfjarðar

·         Umræður  og samantekt

Fundarstjóri: Sigurjón Baldur Hafsteinsson

Hægt er að skrá sig til þátttöku hér.