Veiðisafnið, viðurkennt safn

Ráðherra mennta- og menningarmála hefur nú að tillögu safnaráðs veitt Veiðisafninu viðurkenningu skv. safnalögum. Safnið sótti um endurupptöku fyrri ákvörðunar á grundvelli nýrra gagna og afgreiddi safnaráð tillögu um viðurkenningu safnsins á fundi sínum í ágúst. Ráðherra staðfesti tillögu ráðsins og hefur safninu verið tilkynnt sú ákvörðun.

 Hér má sjá lista yfir þau söfn sem eru viðurkennd samkvæmt safnalögum ásamt hlekkjum á heimasíður safnanna.