Ársskýrsla safnaráðs 2013

Ársskýrsla safnaráðs fyrir árið 2013 var samþykkt á 131. fundi ráðsins þann 10. apríl s.l. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir starfsemi ráðsins á síðasta ári. Yfirlit og greiningu á úrthlutun úr safnasjóði árið 2013 ásamt upplýsingum um rekstur safna sem hlutu styrk úr sjóðnum. Sjá skýrsluna hér.

Lesa meira

Nýting styrkja úr safnasjóði 2013

Styrkjum úr safnasjóði er almennt úthlutað til eins árs í senn. Að verkefni loknu kynnir styrkþegi árangur og niðurstöður fyrir safnaráði með skriflegri skýrslu innan árs frá lokum verkefnis. Heimilt er að krefjast endurgreiðslu hafi verkefni sem hlotið hefur styrk ekki verið unnið í samræmi við umsókn og þau gögn sem styrkveiting var byggð á, hafi …

Lesa meira

Úthlutun úr safnasjóði 2014

Mennta og menningarmálaráðherra hefur nú úthlutað úr safnasjóði að fenginni tillögu safnaráðs. Bréf hafa verið send til umsækjenda. Tillaga safnaráðs var unnin samkvæmt úthlutunarreglum ráðsins frá 18.09.2013, safnalögum nr.141/2011 og í anda þess sem fram kom í auglýsingu um styrki úr safnasjóði. Alls bárust sjóðnum umsóknir frá 57 aðilum. Umsóknir um rekstrarstyrki frá viðurkenndum söfnum …

Lesa meira

Viðurkenning safna

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 18. desember 2013 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins 39 söfnum viðurkenningu. Viðurkennd söfn eru: Byggðasafn Árnesinga Byggðasafn Borgarfjarðar Byggðasafn Hafnarfjarðar Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna Byggðasafn Reykjanesbæjar Byggðasafn Skagfirðinga Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla Byggðasafn Vestfjarða Byggðasafnið Görðum, Akranesi Byggðasafnið …

Lesa meira

Breytingar á skipan safnaráðs

Nokkrar breytingar verða á skipan safnaráðs á nýju ári. Nú um áramót baðst Ragna Árnadóttir, varaformaður ráðsins, lausnar sem ráðsmaður í safnaráði. Í hennar stað hefur Anna Sigríður Kristjánsdóttir verið skipuð sem annar fulltrúi ráðherra í ráðið og tekur hún við sem varaformaður ráðsins af Rögnu. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður sem setið hefur í safnaráði stöðu …

Lesa meira

Viðurkenning safna

Á 128. fundi sínum þann 18. desember s.l. samþykkti safnaráð tillögu um viðurkenningu safna. Hún hefur nú verið send mennta- og menningarmálaráðherra sem samkvæmt lögum tekur endanlega ákvörðun um viðurkenningar safna. Um leið og ráðherra hefur tekið ákvörðun verður niðurstaðan kynnt þeim söfnum sem sóttu um viðurkenningu.

Lesa meira

Umsóknarfrestur í safnasjóð liðinn

Umsóknarfrestur í safnasjóð rann út þann 31. desember s.l. Umsóknir verða nú teknar til umfjöllunar í ráðinu sem sendir tillögu um úthlutun úr sjóðnum til mennta- og menningarmálaráðherra. Ráðherra úthlutar úr safnasjóði. Gera má ráð fyrir niðurstöðu í mars.

Lesa meira

Ráðning framkvæmdastjóra safnaráðs

Safnaráð hefur ráðið Ágústu Kristófersdóttur í stöðu framkvæmdastjóra ráðsins. Ágústa er með BA próf í sagnfræði og listfræði og leggur nú stund á meistaranám í safnafræði. Hún hefur víðtæka reynslu af safnastarfi og hefur starfað á þeim vettvangi síðan 1993. Fyrst hjá Minjasafni Reykjavíkur, Árbæjarsafni en síðan sem deildarstjóri sýningardeildar í Listasafni Reykjavíkur og sýningarstjóri …

Lesa meira

Auglýsing v. umsókna í safnasjóð 2014

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr safnasjóði á árinu 2014. Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011.  Safnaráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá 18. september 2013.  Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum …

Lesa meira