Upptaka frá málþingi safnaráðs

Safnaráð stóð fyrir málþingi um rannsóknir safna í Þjóðminjasafninu þann 6. nóvember. Athyglinni var beint að hlutverki rannsókna í starfi safna og að þætti safna í að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista, náttúru og vísinda með rannsóknum sínum og miðlun þeirra. Skoðað var hvað einkennir safnarannsóknir og hverjar væntingar fræðasamfélagsins séu til …

Umsóknarfrestur í safnasjóð runninn út

Umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2015 rann út þann 15. nóvember s.l. Nú verður farið yfir allar gildar umsóknir og tillaga um úthlutun úr safnasjóði send mennta- og menningarmálaráðherra til endanlegrar ákvörðunar. Safnaráð mun senda tillögu sína til ráðherra fyrir 15. febrúar n.k.

Fjögur söfn fá viðurkenningu

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 2. október 2014 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins 4 söfnum viðurkenningu. Það eru Byggðasafn Dalamanna, Byggðasafn Garðskaga, Hvalasafnið á Húsavík og Iðnaðarsafnið á Akureyri. Safnaráð tekur við umsóknum til afgreiðslu á árinu 2015 til 31. ágúst 2015. Frekari …

Málþing um rannsóknir í söfnum 6. nóvember

Safnaráð stendur fyrir málþingi um rannsóknir safna í Þjóðminjasafninu þann 6. nóvember. Rannsóknir eiga að vera mikilvægur hluti af safnastarfi og ein af forsendum þess að safnastarf sé í takt við tímann. Safnaráð vill kanna og meta vægi rannsókna í starfi safna og finna leiðir til að styrkja þátt rannsókna í safnastarfi. Athyglinni verður beint …

Upptaka af fræðslufundi safnaráðs

Upptaka. Dagskrá: 13:30 – Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs – Umsóknir í safnasjóð 2015 13:50 – Eiríkur Stephensen, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís: Um skilgreind verkefni   14:20 – Þorgeir Ólafsson, upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneyti og Þóra Magnúsdóttir sérfræðingur í utanríkisráðuneyti: Þróunarsjóður EFTA og menningarsamstarf 14:50 – Haraldur Þór Egilsson, forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri: …

Umsóknir í safnasjóð 2015

Safnaráð auglýsir eftirumsóknum um styrki úr safnasjóði á árinu 2015. Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011. Safnaráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá18. september 2013. Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum og umsóknum. Til …

Veiðisafnið, viðurkennt safn

Ráðherra mennta- og menningarmála hefur nú að tillögu safnaráðs veitt Veiðisafninu viðurkenningu skv. safnalögum. Safnið sótti um endurupptöku fyrri ákvörðunar á grundvelli nýrra gagna og afgreiddi safnaráð tillögu um viðurkenningu safnsins á fundi sínum í ágúst. Ráðherra staðfesti tillögu ráðsins og hefur safninu verið tilkynnt sú ákvörðun.  Hér má sjá lista yfir þau söfn sem …

Fræðslufundur safnaráðs

Safnaráð boðar til fræðslufundar þann 3. október kl. 13:30 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns um umsóknir í safnasjóð, skilgreiningu verkefna og aðra styrki. Markmið fundarins er að efla þekkingu þeirra sem sækja um styrki í sjóðinn á fyrirkomulagi sjóðsins, hvernig skilgreina skuli verkefni og kynna  styrki Þróunarsjóðs EFTA á sviði menningarmála sem margar fyrirspurnir bárust um s.l. …

Safnasjóður 201

Auglýst verður eftir umsóknum í safnasjóð fyrir árið 2015 í lok september og umsóknarfrestur rennur út þann 15. nóvember. Eingöngu er tekið við umsóknum sem berast í gegnum umsóknarvef safnasjóðs sem verður opnaður 1. október. Innskráning fer fram í gegnum Íslykil en sækja má um aðgang hér. Þeim sem hafa hug á að sækja um í …

Þrjú söfn fá viðurkenningu

Ráðherra mennta og menningarmála hefur nú að tillögu safnaráðs veitt Minjasafninu á Bustarfelli, Safnasafninu og Sauðfjársetrinu á Ströndum viðurkenningu skv. safnalögum. Söfnin sóttu um endurupptöku fyrri ákvörðunar á grundvelli nýrra gagna og afgreiddi safnaráð tillögu um viðurkenningu þeirra á fundi sínum í maí. Ráðherra staðfesti tillögu ráðsins og hefur söfnunum þremur verið tilkynnt sú ákvörðun. …