Eftirlit með viðurkenndum söfnum

Fyrsti áfangi

Safnaráði er samkvæmt safnalögum falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Að undanförnu hefur verið unnið að undibúningi fyrsta áfanga þessa eftirlits og verða 8 söfn í nágrenni Reykjavíkur heimsótt nú í nóvember og desember.

Forvörður sem starfar í umboði safnaráðs mun hann fara yfir húsakost safnsins, aðbúnað safnkosts, varðveislu gripa og öryggismál í geymslum safnsins og á sýningarstöðum.  Sérstakt eyðublað er í undirbúningi vegna þessa og verður það aðgengilegt á heimasíðu safnaráðs frá 1. október. Fyrirkomulagið verður einnig kynnt á farskóla safnmanna á Höfn nú í september.
Helstu þættir sem litið verður til við eftirlitið eru:
  • Ástand húsnæðis.
  • Mælanlegir þættir á borð við rakastig, hitastig og ljósmagn.
  • Meindýravarnir.
  • Fyrirkomulag gripa í varðveisluhúsnæði og sýningarhúsnæði – þar með talin varðveisluskrá.
  • Verklag við frágang og meðferð gripa.
Söfnum er tilkynnt um fyrirhugaða eftirlitsheimsókn með amk tveggja mánaða fyrirvara.
Söfnin senda skrifstofu safnaráðs eftirtalin gögn fyrir heimsóknina:
  • Afrit af teikningum af öllu húsnæði safnsins, bæði varðveislu- og sýningarrýmum. (pdf)
  • Afrit af síðustu úttekt á öryggiskerfum. Afrit af niðurstöðum mælinga á hitastigi, rakastigi og ljósmagni síðustu 6 mánaða.
Þegar nær dregur verður fundin heppileg dagsetning í samráði við viðkomandi safn.
Á sama tíma verða þær upplýsingar sem safnið skilar til safnaráðs í árlegri skýrslu yfirfarnar og ef þörf krefur leitað frekari upplýsinga hjá safninu.
Frekari upplýsingar um eftirlitið má fá á hér og á skrifstofu ráðsins safnarad@safnarad.is.
Viðmið sem safnaráð notar við eftirlitið má sjá hér og í Handbók um varðveislu safnskosts.