Mat á ánægju

Könnun safnaráðs meðal styrkþega ársins 2015

 

Safnaráð hefur nú sent forsvarsmönnum þeirra safna og verkefna sem fengu styrki úr sjóðnum í ár beiðni um að taka þátt í stuttri könnun á vegum ráðsins. Markmiðið með könnununni er að meta ánægju viðskiptavina sjóðsins með umsóknarferlið og fá ábendingar um hvað má betur fara.
Þeir sem hafa fengið boð um að taka þátt í könnuninni eru vinsamlega beðnir um að gera það fyrir 1. maí næst komandi. Hafi einhverjir forstöðumenn viðurkenndra safna eða forsvarsmenn verkefna sem fengu styrk ekki fengið póst með slíku boði frá ráðinu eru þeir beðnir um að hafa samband við skrifstofu ráðsins.