Hvað er safn? Nýja safnaskilgreiningin

ICOM, FÍSOS og safnaráð boða til almenns fundar miðvikudaginn 4. mars kl. 9.30 í Sjóminjasafninu í Reykjavík, þar sem til umfjöllunar verður hin nýja safnaskilgreining ICOM. Hin nýja safnaskilgreining var kynnt á aðalfundi Alþjóðaráðs safna sem haldinn var í Kyoto í september 2019. Niðurstaða fundarins var að fresta kosningu um skilgreininguna og kalla eftir frekari …

Opnað fyrir skil á áfangaskýrslu og lokaskýrslu vegna styrkja úr aðalúthlutun 2019

Nú geta styrkþegar sem fengu úthlutað í aðalúthlutun 2019 skilað nýtingarskýrslum í gegnum umsóknavef safnaráðs. Lokaskýrsla vegna verkefnastyrkja í aðalúthlutun safnasjóðs 2019 Áfangaskýrsla vegna verkefnastyrkja, 1,5 millj. kr. og hærri í aðalúthlutun safnasjóðs 2019  Styrkþegar þurfa að skila skýrslu til safnaráðs um nýtingu styrkja úr safnasjóði. Öllum skýrslum um nýtingu styrkja er skilað í gegnum umsóknavef …

Safnaráð tekur þátt í evrópsku samstarfsverkefni, MOI!

Museums of Impact! MOI! Museums of Impact er evrópskt samstarfsverkefni sem styrkt er af Creative Europe áætluninni. Verkefnið miðar að því að þróa sjálfsmatslíkan fyrir evrópsk söfn. Líkanið hjálpar söfnum að meta rekstur sinn á gagnrýninn og skapandi hátt og þróa getu sína til að mæta kröfum samfélags í þróun, samfélags sem verður sífellt fjölbreyttara, …

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2019 – símenntunarstyrkir til viðurkenndra safna

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað 47 símenntunarstyrkjum til viðurkenndra safna úr aukaúthlutun safnasjóðs 2019 að heildarupphæð 12.186.800 kr. Veittar voru tvær tegundir styrkja, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar og Námskeið/fyrirlesarar hins vegar. Símenntun fyrir starfsmenn safns má nota m.a. til að sækja formlega menntun eða sem ferða- og uppihaldsstyrk til …

Safnasjóður hækkar um rúmar 100 milljónir á milli ára

Safnaráð fagnar því að í fjárlögum fyrir árið 2020 kemur fram að fjárveiting til safnasjóðs er aukin um rúmar 100 milljónir króna, í 250,3 millj.kr. fyrir árið 2020, 245,5 millj.kr. árið 2021 og 240,6 millj.kr. árið 2022. Þessi aukna fjárveiting mun auka möguleika safnasjóðs til að styðja við faglegt safnastarf í landinu.

Jólakveðja frá safnaráði

Safnaráð sendir landsmönnum hlýjar jólakveðjur. Skrifstofa safnaráðs verður lokuð yfir jólin, opnum á nýju ári þann 2. janúar.

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum fyrir aðalúthlutun safnasjóðs 2020

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir úr aðalúthlutun safnasjóðs 2020. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 föstudaginn 13. desember 2019. Frá og með aðalúthlutun safnasjóðs 2020 verður sú breyting á að úthlutun úr sjóðnum er óskipt. Fallið er frá notkun hugtakanna „rekstrar- og verkefnastyrkir“ og þess í stað verða veittir styrkir úr safnasjóði í ákveðnum flokkum. Styrkir …

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum úr aukaúthlutun safnasjóðs 2019

Nú er opið fyrir umsóknir úr aukaúthlutun safnasjóðs 2019, umsóknarfrestur er framlengdur til kl. 16.00 mánudaginn 25. nóvember 2019. Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Tveir flokkar styrkja eru í boði, …