Samningur Myndstefs og safna um myndbirtingu höfundavarinna verka

Vinnuhópur á vegum Listasafns Íslands hefur ásamt Myndstefi, höfundaréttarsamtökum myndhöfunda unnið að gerð samnings um myndbirtingu höfundaréttarvarinna verka úr safnkosti viðurkenndra safna og ríkissafna. Við undirritun hans munu söfn fá leyfi til að birta ljósmyndir á veflægri safnmunaskrá af safnkosti í höfundarétti. Með þessu stóreykst aðgengi almennings og skóla að upplýsingum úr safnmunaskrám. Fimmtudaginn 20. …

Lesa meira

Jólakveðja frá safnaráði

Safnaráð óskar safnmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem er að líða. Skrifstofa safnaráðs verður lokuð yfir jólin og opnar á ný fimmtudaginn 3. janúar 2019.

Lesa meira

Aukaúthlutun 2018 – símenntunarstyrkir til viðurkenndra safna 2018

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað símenntunarstyrkjum til viðurkenndra safna úr aukaúthlutun safnasjóðs 2018, alls 11.512.100 kr. Veittar voru tvær tegundir styrkja, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar og Námskeið/fyrirlesarar hins vegar. Símenntun fyrir starfsmenn safns má nota til að sækja formlega menntun (til dæmis með skipulögðum námskeiðum) eða til óformlegri námsferða, …

Lesa meira

Safnaráð minnir á að opið er fyrir umsóknir um styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs á árinu 2019

Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 föstudaginn 16. nóvember 2018.     Í aðalúthlutun safnasjóðs eru veittir bæði verkefnastyrkir og rekstrarstyrkir úr safnasjóði, upphæð og fjöldi veittra styrkja ræðst af ráðstöfunarfé sjóðsins auk fjölda og gæðum umsókna. Viðurkennd söfn geta sótt um styrki úr safnasjóði, einnig er sjóðnum er heimilt að styrkja aðra starfsemi til að efla faglegt safnastarf, …

Lesa meira

Málþing safnaráðs um menntunarhlutverk safna og stafræna miðlun

Málþing safnaráðs um menntunarhlutverk safna og stafræna miðlun Safnaráð stendur fyrir málþingi í Safnahúsinu föstudaginn 26. október kl. 14-17 um menntunarhlutverk safna og hvernig stafræn miðlun getur stutt við það. Sjá Facebook-viðburð Málþingið er haldið í kjölfar útgáfu stöðuskýrslu safnaráðs um stafræna miðlun á viðurkenndum söfnum, „Í takt við tímann? – Stafræn miðlun safna í …

Lesa meira

Stöðuskýrsla safnaráðs um stafræna miðlun safna í menntunarlegum tilgangi

Í takt við tímann? Stafræn miðlun safna í menntunarlegum tilgangi Nú er komin út stöðuskýrsla safnaráðs, „Í takt við tímann? Stafræn miðlun safna í menntunarlegum tilgangi“ Síðustu mánuði hefur sérfræðihópur á vegum safnaráðs unnið að sérverkefni safnaráðs um menntunarhlutverk safna með áherslu á stafræna miðlun safna og hvernig stafræn miðlun nýtist í fræðslu, en hlutverk …

Lesa meira

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs á árinu 2019

Aðalúthlutun safnasjóðs 2019 Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2018 Í aðalúthlutun safnasjóðs eru veittir bæði verkefnastyrkir og rekstrarstyrkir úr safnasjóði, upphæð og fjöldi veittra styrkja ræðst af ráðstöfunarfé sjóðsins auk fjölda og gæðum umsókna. Viðurkennd söfn geta sótt um styrki úr safnasjóði, einnig er sjóðnum er heimilt að styrkja aðra starfsemi til að …

Lesa meira

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um símenntunarstyrki til viðurkenndra safna

Símenntunarstyrkir fyrir viðurkennd söfn Nú er opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2018. Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um verkefnastyrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Tvenns konar styrkir eru í boði, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar og Námskeið/fyrirlesarar hins vegar. Hvert …

Lesa meira

Opið fyrir skil á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2018

Skilafrestur til 15. október 2018 Safnaráði er samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum er þríþætt og er einn hluti þess er eftirlit með rekstri safns og er það gert með yfirferð safnaráðs á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna …

Lesa meira

Umsókn um viðurkenningu safns samkvæmt safnalögum

Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2019 rennur út, er 31. ágúst 2018. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni úthlutun úr safnasjóði 2019. Athygli er vakin á því að …

Lesa meira