Ný reglugerð tekur gildi 15. janúar

Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er í gildi frá og með 15. janúar og gildir til 2. febrúar 2022. Í söfnum gilda eftirfarandi takmarkanir Söfn mega taka á móti 50 manns í hverju hólfi að börnum meðtöldum. Fyrir hverja 10 m² umfram 100 m²  má bæta við fimm viðskiptavinum að hámarki 200 manns. Athugið að …

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2021

Í desember 2021 úthlutaði menningarmálaráðherra, að fenginni umsögn safnaráðs, 17.390.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2021. Úr aukaúthlutun 2021 var 58 styrkjum úthlutað til 32 viðurkenndra safna, 23 styrkir eru til stafrænna kynningarmála safnanna og 35 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds. Heildarúthlutun ársins 2021 úr safnasjóði er því 220.630.000 kr., næsthæsta úthlutun sjóðsins frá upphafi …

Ný reglugerð – hertar sóttvarnarreglur sem gilda til 2. febrúar 2022.

(Uppfært 11. janúar 2022 og 14. janúar) Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er í gildi frá og með 23. desember og gildir til 12. janúar 2022 og var framlengd til 14. janúar. Í söfnum gilda eftirfarandi takmarkanir Söfn mega taka á móti 50 manns í hverju hólfi að börnum meðtöldum. Fyrir hverja 10 m² …

Listasafn Einars Jónssonar hlýtur viðurkenningu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 21. október 2021 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins Listasafni Einars Jónssonar viðurkenningu. Listasafn Einars Jónssonar er í senn rótgróið og forvitnilegt listasafn frumkvöðuls í íslenskri myndlist. Safnið er staðsett í þriggja hæða alfriðuðu húsi á Skólavörðuholti umleikið viðamiklum höggmyndagarði. …

Hertar sóttvarnarreglur

Breyting á sóttvarnarreglum Eins og safnmenn hafa eflaust tekið eftir, er mikil aukning á smitum í samfélaginu. Hertar reglur hafa því tekið gildi til 8. desember. Almennar fjöldatakmarkanir eru 500 manns. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin. Nálægðartakmörkun er almennt 1 metri. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin. Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að …

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum í aðalúthlutun safnasjóðs 2022

Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2022   Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þriðjudaginn 30. nóvember 2021 og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs Styrkir til eins árs Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um úthlutun úr safnasjóði í samstarfi við …

Opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs – umsóknarfrestur til kl. 16.00, þriðjudaginn 26. október

Í aukaúthlutun safnasjóðs 2021 geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrir árslok 2021 og á styrkur að vera nýttur í síðasta lagi í desember 2022. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, þriðjudaginn 26. október 2021. Styrkir til stafrænna kynningarmála. Tilgangur með þessum styrkjum er að efla stafræna …

Nýjar sóttvarnarreglur – 500 manna fjöldatakmarkanir

Frá og með deginum í dag, 15. september, mega söfn taka á móti leyfðum hámarksfjölda gesta miðað við samkomutakmarkanir, sem eru nú 500 manns í hverju rými. Gæta þarf að 1 metra fjarlægðarreglu og ef ekki er hægt að tryggja hana, þarf að nota grímur. Takmarkanirnar gilda til 6. október næstkomandi. Söfn mega taka á …

Nýjar sóttvarnarreglur – gilda frá 28. ágúst

Frá og með 28. ágúst mega söfn taka á móti leyfðum hámarksfjölda gesta miðað við samkomutakmarkanir, sem eru nú 200 manns í hverju rými. Gæta þarf að 1 metra fjarlægðarreglu og ef ekki er hægt að tryggja hana, þarf að nota grímur. Takmarkanirnar gilda til 17. september næstkomandi. Söfnum er heimilt að taka á móti …

Umsókn um viðurkenningu safns samkvæmt safnalögum

Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2022 rennur út, er 15.  september 2021. Umsóknareyðublað vegna viðurkenningar safns má finna hér, eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:  Staðfesting frá eiganda og/eða stjórn safns um að óskað er eftir …