Málþing 9. maí – Við tölum ekki um geymslur – heldur varðveisluhúsnæði!

Í Safnahúsinu kl. 13 - 16

Við tölum ekki um geymslur – heldur varðveisluhúsnæði!

Safnaráð, Íslandsdeild ICOM og FÍSOS boða til málþings í Safnahúsinu við Hverfisgötu mánudaginn 9. maí kl. 13:00-16:00 undir yfirskriftinni: Við tölum ekki um geymslur – heldur varðveisluhúsnæði!

Málþinginu verður einnig streymt, sjá upplýsingar hér á viðburði á Facebook  

Fjallað verður um eftirlit og stöðu varðveislumála safna vítt og breitt um landið – sem og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir – en frummælendur koma úr ýmsum áttum og búa að víðtækri þekkingu og reynslu á starfsemi safna.

Dagskrá:

13:00 – Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs, setur málþingi. Ávarp fundarstjóra, Anítu Elefsen, safnstjóra á Síldarminjasafni Íslands og formanns FÍSOS

13:10 – Af hverju er Safnaráð alltaf að skipta sér af? Um húsnæðismál, eftirlit og eftirfylgni. Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs, Ingibjörg Áskelsdóttir, forvörður í eftirlitsnefnd safnaráðs og Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga.

13:35 – Sameiginlegt varðveisluhúsnæði – fýsilegur kostur? Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands, og Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir, safnstjóri Tækniminjasafns Austurlands

14:00 – Um málefni safna á Vesturlandi. Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi Vesturlands

14:15 – Safnkostur í kössum. Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga

14:25 – Staða varðveislumála hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs – Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs

14:35 – Museum Storage: Out of the Shadows. Christine McLellan, Glasgow Museums Logistics & Programming Manager

15:00 –  Hálfnað er verk þá hafið er – varðveislumál Listasafns Íslands – Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands

15:10 – Nú verður allt betra – reynslan af nýju varðveisluhúsnæði Þjóðminjasafnsins á Tjarnarvöllum. Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafns Íslands

15:20 – Kaffi og kruðerí