Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí og Íslensku safnaverðlaunin afhent

Minjasafnið á Akureyri hlaut Íslensku safnaverðlaunin

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert en Alþjóðaráð safna, ICOM, hefur staðið fyrir safnadeginum síðan 1977.

Á ári hverju velur ICOM Alþjóðlega safnadeginum yfirskrift er tengist málefnum sem eru í brennipunkti í samfélaginu. Yfirskrift dagsins í ár er „Mikill er máttur safna

Íslensku safnaverðlaunin 2022 voru svo afhent í þrettánda sinn á Alþjóðlega safnadaginn, 18. maí og hlaut Minjasafnið á Akureyri verðlaunin að þessu sinni og óskar safnaráð safninu innilega til hamingju með verðlaunin.

Einnig voru tilnefnd til verðlaunanna Byggðasafnið í Görðum, Gerðarsafn, Hönnunarsafn Íslands og Síldarminjasafn Íslands.